Saskatoon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Saskatoon.
Bessborough hótelið.
Thorvaldson byggingin við Háskóla Saskatchewan sem nefnd er eftir Þórbergi Þorvaldssyni efnafræðingi af íslenskum ættum.

Saskatoon er stærsta borg Saskatchewan-fylkis Kanada. Hún var stofnuð árið 1882. Borgin er við Suður-Saskatchewan-fljótið og við Yellowhead-þjóðveginn sem liggur í gegnum landið. Á stórborgarsvæði borgarinnar búa 305.000 manns. Nafn borgarinnar er eftir berjarunna sem vex á þessum slóðum og kemur úr Cree-tungumálinu.

Þekktir staðir í borginni eru Wanuskewin Heritage Park sem sýnir 6000 ára sögu frumbyggja og Delta Bessborough hótelið sem var byggt árið 1932.

Söngkonan Joni Mitchell bjó í borginni sem ung kona.

Saskatoon og Suður-Saskatchewan-fljótið.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Saskatoon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. okt. 2016.