Saskatoon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saskatoon.
Bessborough hótelið.
Thorvaldson byggingin við Háskóla Saskatchewan sem nefnd er eftir Þórbergi Þorvaldssyni efnafræðingi af íslenskum ættum.

Saskatoon er stærsta borg Saskatchewan-fylkis Kanada. Hún var stofnuð árið 1882. Borgin er við Suður-Saskatchewan-fljótið og við Yellowhead-þjóðveginn sem liggur í gegnum landið. Á stórborgarsvæði borgarinnar búa 305.000 manns. Nafn borgarinnar er eftir berjarunna sem vex á þessum slóðum og kemur úr Cree-tungumálinu.

Þekktir staðir í borginni eru Wanuskewin Heritage Park sem sýnir 6000 ára sögu frumbyggja og Delta Bessborough hótelið sem var byggt árið 1932.

Söngkonan Joni Mitchell bjó í borginni sem ung kona.

Saskatoon og Suður-Saskatchewan-fljótið.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Saskatoon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. okt. 2016.