Þorsteinn Már Baldvinsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þorsteinn Már Baldvinsson (f. 7. október 1952 á Akureyri) er forstjóri útgerðarfyrirtækisins Samherja og fyrrverandi stjórnarformaður Glitnis.

Þorsteinn varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1973 og fékk skipstjórnarréttindi frá Stýrimannaskólanum 1974. Árið 1980 útskrifaðist hann sem skipaverkfræðingur frá Norges Tekniske Högskole. Hann keypti Samherja ásamt frændum sínum, bræðrunum Þorsteini Vilhelmssyni skipstjóra og Kristjáni Vilhelmssyni vélstjóra, árið 1983 og hefur verið forstjóri félagsins síðan. Kristján er framkvæmdastjóri útgerðarsviðs en Þorsteinn Vilhelmsson klauf sig út úr fyrirtækinu eftir harðar deilur. Samherji varð með tímanum stærsta útgerðarfyrirtæki landsins og eitt hinna stærstu í Norður-Evrópu.

Þorsteinn Már varð stjórnarformaður Glitnis á árinu 2008. Hann var nokkuð áberandi í upphafi bankahrunsins sama haust, þegar Seðlabankinn yfirtók Glitni, en Þorsteinn var mjög ósáttur við þá atburðarás og sagði meðal annars í viðtölum að það hefðu verið stærstu mistök lífs síns að leita til Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra. Sagt var að Þorsteinn hefði verið því mjög mótfallinn þegar Davíð var ráðinn ritstjóri Morgunblaðsins árið 2009, en Þorsteinn er einn af eigendum blaðsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Sægreifinn sem Davíð sveik. DV, 10. júlí 2009“.
  • „Þorsteinn Már vill ekki Davíð. DV, 23.september 2009“.