Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sambandsríki Ródesíu og Nýasalands var skammlíft hálf-sjálfstætt ríki í sunnanverðri Afríku frá 1953 til 1963. Aðildarríki þess var breska nýlendan Suður-Ródesía og verndarsvæðin Norður-Ródesía og Nýasaland. Sambandið var líka þekkt undir heitinu Mið-Afríkusambandið.

Sambandsríkið var stofnað 1. ágúst 1953. Takmarkið var að reyna að fara milliveg milli nýsjálfstæðu svörtu sósíalísku ríkjanna og hvítu minnihlutastjórnanna sem ríktu í Angóla, Suður-Afríku og Mósambík. Á endanum liðaðist sambandsríkið í sundur vegna þess að afrískir þjóðernissinnar vildu meiri pólitísk völd en hvítu landnemarnir voru tilbúnir til að samþykkja.

Sambandsríkið lagðist formlega af 31. desember 1963 þegar Norður-Ródesía hlaut sjálfstæði frá Bretlandi sem Sambía og Nýasaland fékk sjálfstæði sem Malaví. Eftir var þá aðeins Suður-Ródesía sem eftir það var kallað Ródesía og síðan Simbabve frá 1980.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.