Salthúsið (Þingeyri)
Salthúsið á Þingeyri er elsta hús á Þingeyri og eitt af elstu húsum á Íslandi.
Salthúsið er byggt úr plönkum sem eru 6 tomma þykkir og 11 tommur á breidd. Í húsinu er loft og risþak og sést þakið vel á mynd af Þingeyri frá árinu 1885. Líkleg er húsið smíðað í Danmörku og viðirnir fluttir tilsniðnir til Íslands.
Eigendur Salthússins voru fyrst Konungsverslunin danska frá 1778 til 1787 en svo Hendrik Henkel sem rak verslun þar frá 1788-1817. Ekkja hans Charlotta Ísfjörð seldi reksturinn en varð að taka við húsinu aftur 1830 en árið 1836 selur hún verslunina til Hans Edvard Thomsen. Thomsen rak verslunina í 30 ár en bjó þó ekki sjálfur á Þingeyri nema 4 ár. Hann seldi svo verslunina til Niels Christian Gram sem rak verslun einnig í 30 ár en þegar hann lést tók danskt verslunarhlutafélag við rekstrinum og hét verslunin þá N.Chr. Grams handel A/S. Árið 1906 keypti Milljónafélagið í Viðey Þingeyrartorfuna. Þegar það félag varð gjaldþrota árið 1914 keyptu Proppébræður verslunina og ráku til ársins 1927 en frá 1927 til 1930 rak hlutafélagið Dofri í Reykjavík verslunina. Árið 1930 keypti Kaupfélag Dýrfirðinga Salthúsið og átti húsið þar til það var afhent Húsafriðun ríkisins árið 1994.
Húsið var tekið niður og viðirnir settir í geymslu árið 1994 en var sumarið 2009 reist á grunni úr hellugrjóti.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- [Bergur Torfason, Salt húsið á Þingeyri (Þingeyrarvefurinn)]