Fara í innihald

Kaldrananeskirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kaldrananeskirkja
Almennt
Byggingarár:  1851
Arkitektúr
Efni:  Járnklætt timbur

Kaldrananeskirkja er friðuð kirkja sem stendur á Kaldrananesi utarlega við sunnanverðan Bjarnarfjörð á Ströndum. Þar var lengi bændakirkja, en kirkjubyggingin sem nú stendur á Kaldrananesi er næstelsta hús Strandasýslu, byggð árið 1851 úr timbri og er klædd með járni. Kirkjan var gefin söfnuðinum um miðja 20. öld.

Í Kaldrananeskirkju er margt góðra gripa. Á kirkjuhurðinni er hringur með áletrun frá 1840. Altiaristaflan er eftir C. Rosenberg og er máluð eftir höggmynd Bertel Thorvaldsen af frelsaranum. Kirkjan á einnig merkan kaleik, patínu (diskur undir oblátur) og tvær klukkur, aðra með ártalinu 1798.

Undanfarin ár hefur hægt og bítandi verið unnið að viðgerðum á kirkjunni. Einnig hefur umhverfi kirkjunnar verið lagfært töluvert, t.d. hlaðinn nýr veggur kringum kirkjugarðinn.