Sable

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sable
Sable eyja - Tekin úr geimskutlu NASA
LandKanada Kanada
FylkiFáni Nova Scotia Nova Scotia
Svæði 13
Stofnað1521
HafAtlantshaf
Staðsetning43°55′53.3″N 59°55′47″V / 43.931472°N 59.92972°V / 43.931472; -59.92972
Lengd42 km
Breidd1,5 km
Flatarmál34 km²
Hæð40 m
Íbúar5 manns
Þéttleiki byggðar0,14 manns/km²

Sable eyja (Franska: île de Sable) er lítil kanadísk eyja og er 180 km í suðaustur frá Nova Scotia. Eyjan er skeifulaga sandrif sem eru leifar framskriðs jökla á landgrunni Norður-Ameríku. Eyjan er um 34 km² að flatarmáli. Lengd hennar er um 42 km en breiddin 1.5 km þar sem hún er breiðust.

Eyjan er þekkt fyrir hestakyn sem kennt er við eyna. Fyrstu hestarnir voru settir á land á Sable-eyju á 18. öld og hefur fjöldi þeirra í seinni tíð verið á bilinu 200 - 350 talsins. Þeir voru friðaðir árið 1960 fyrir afskiptum manna.

Á eynni kæpir landselur og útselur. Ýmsar hákarlategundir finnast við Sable, þar á meðal Hvíti hákarlinn. Nokkrar fuglategundir finnast á eynni og má nefna gresjutittling en undirtegund hans verpir eingöngu á Sable. Flækingar eru algengir. Tegund ferskvatnssvampdýrs (Heteromeyenia macouni) finnst í tjörnum á eynni.

Frá árinu 1583 hafa um 350 skipsskaðar orðið við eyna. Árið 1801 var sett mönnuð björgunarstöð á Sable sem starfrækt var til ársins 1958. Á eynni eru tveir vitar.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Fyrirmynd greinarinnar var „Sable Island“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 14. febrúar 2010.
  • „A Brief History of Sable Island“.
  • „Sable Island Green Horse Society“.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]