Fara í innihald

Óskar Halldórsson les íslenzk ljóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 123)
Óskar Halldórsson les íslenzk ljóð
Bakhlið
SG - 123
FlytjandiÓskar Halldórsson
Gefin út1979
StefnaLjóð
ÚtgefandiSG - hljómplötur
Hljóðdæmi

Óskar Halldórsson les íslenzk ljóð er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1979. Á henni les Óskar Halldórsson íslenzk ljóð eftir sextán ljóðskáld. Hljóðritun: Ríkisútvarpið. Forsíðumynd: Snorri Snorrason. Myndina af Óskari tók Jón K. Sæmundsson. Hönnun umslags: SG-hljómplötur. Prentun og setning á umslagi: Grafík/Blik.


  1. Heimurinn og ég - Texti: Steinn Steinarr
  2. Vor - Texti: Þorsteinn frá Hamri
  3. Úr Rubajjat (14 erindi) - Texti: O. Khajjam/ þýðandi Magnús Ásgeirsson
  4. Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu - Texti: Stefán Hörður Grímsson
  5. Næturróður - Texti: Jóhannes úr Kötlum
  6. Fylgd - Texti: Guðmundur Böðvarsson
  7. Hrjóstursins ást - Texti: Guðmundur Böðvarsson
  8. Ef til vill - Ólafur Jóhann Sigurðsson
  9. Kveld - Texti: Stephan G. Stephansson
  10. Sigling - Texti: Árni Pálsson
  11. Í kirkjugarði - Texti: Steinn Steinarr
  12. Söknuður - Texti: Jóhann Jónsson
  13. Kóperníkus - Texti: Hannes Pétursson
  14. Gamall þulur - Texti: Hannes Pétursson
  15. Huldur - Texti: Grímur Thomsen
  16. Martröð - Texti: Örn Arnarson
  17. Freisting - Texti: Kristján frá Djúpalæk
  18. Útilegumaðurinn - Texti: Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti
  19. Sigurðarkvæði - Texti: Guðmundur Böðvarsson
  20. Úr Sólarljóðum - Texti: NN

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Óskar Halldórsson dósent hefur verið kennari í íslenskum bókmenntum við Háskóla Íslands frá 1967. Hann hefur séð um fjölmargar útgáfur íslenskra rita og eftir hann liggur fjöldi ritgerða í blöðum og tímaritum um fornbókmenntir svo og um síðari tíma rit. Kunnastur er Óskar Halldórsson líklega fyrir frábæran flutning í útvarpi á hverskonar efni bókmenntalegs eðlis, hvort heldur um er að ræða fornritin, nýrri skáldsögur eða ljóð. Hafa fáir gert ljóðalestri í útvarpi betri skil.

Á fimmtánda afmælisári sínu telja SG-hljómplötur það mikinn heiður að hafa fengið Óskar Halldórsson til að lesa íslensk ljóð inn á hljómplötu þessa. Óskar valdi ljóðin, enda hæg heimatökin, þar sem fáir íslendingar kunna betri skil á þessum þætti íslenskra bókmennta en hann. Örstuttar upplýsingar um höfunda eftir Óskar fylgja einnig með útgáfu þessari.

 

Um ljóðahöfunda

[breyta | breyta frumkóða]
Árni Pálsson, f: 1878 á Hjaltabakka í Húnavatnssýslu. Nam sagnfræði við Hafnarháskóla, prófessor í þeirri grein við Háskóla Íslands 1931-43. Auk fræðirita lifa eftir Árna nokkur ljóð frumsamin og þýdd. Siglingu orti hann 1916 nema lokaerindið sem hann bætti við 30 árum síðar. Pr. í kvæðasafninu Íslands þúsund ár 1947.

Grímur Thomsen (Þorgrimsson), f. á Bessastöðum á Álftanesi 1820. Lauk meistaraprófi í bókmenntum frá Hafnarháskóla 1845. síðan lengi starfsmaður í utanríkisráðuneyti Dana en fluttist alfarinn heim 1867 og bjó á fæðingarstað sínum til dauðadags 1896. Þar orti Grímur flest ljóð sín á efri árum. Kvæðið Huldur var fyrst prentað að honum látnum, í Ljóðmœlum 1906.

Guðmundur Böðvarsson. f. á Kirkjubóli í Hvítársíöu 1904. átti þar heima mestan hluta ævinnar og stundaði ritstörf ásamt búskap, d. 1974. Skáldfrægð Guðmundar fór sívaxandi meðan hann lifði og munu ljóð hans nú meira lesin en flestra annarra íslenskra skálda. Hrjóstursins ást birtist í Álfum kvöldsins 1941 og Fylgd í Kristalnum í hylnum 1952. Sigurðarkvœði er meðal síðustu ljóða skáldsins. ort í minningu Sigurðar Jónssonar frá Brún, hestamanns og skálds, en prentað í Tímariti Máls og menningar 1971.

Hannes Pétursson er fæddur 1931 á Sauðárkróki. Að loknu stúdentsprófi 1952 stundaði hann nám í Þýskalandi en lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands 1959. Hefur síðan stundað skáldskap og fræðistörf og var um árabil starfsmaður hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Hannes hlaut bókmenntaverðlaun Almenna bókafélagsins 1959, ennfremur bókmenntaverðlaun Gunnars Gunnarssonar 1961 og Henrik Steffens -verðlaunin þýsku 1975. Kvæðin Kópernikus og Gamall þulur birtust fyrst í Ljóðum ungra skálda 1954.

Jóhann Jónsson, f. á Staðarstað á Snæfellsnesi 1896 en ólst upp í Ólafsvík. Dvaldist að loknu stúdentsprófi í Þýskalandi frá 1921 til dauðadags 1932. Kvæðið Söknuður birtist í Vöku 1928 og gerði höfundinn þjóðkunnan en ljóð hans voru gefin út í bók 20 árum eftir lát hans.

Jóhannes úr Kötlum (Jónasson).f. 1899 að Goddastöðum í Dölum. Lauk kennaraprófi 1921 og stundaði kennslu og ýmsa vinnu aðra auk ritstarfa en tók einnig mikinn þátt í félags- og stjórnmálum. Búsettur í Reykjavík og Hveragerði 1932 til dauðadags 1972. Jóhannes var meðal höfuðskálda sinnar tíðar, hlaut verðlaun fyrir alþingishátíðarljóð 1930 og lýðveldishátíðarljóð 1944. Eftir heimsstyrjöldina síðari náði hann snilldartökum á breyttu ljóðformi. Frá þvi skeiði er Nœturróður, pr. í Sjödœgru 1955.

Persneska skáldið Ómar Khajjam er talinn fæddur á öðrum fjórðungj 11. aldar. Í heimalandi sínu var hann þekktari sem vísindamaður en skáld, einkum á sviði heimspeki, stærðfræði og stjörnufræði. Um vísnabálkinn Rubajjat(sem merkir ferhendur af þeirri gerð sem Khajjam kvað) var vesturlandabúum fátt kunnugt þar til Edward Fitzgerald endurkvað hluta hans á ensku fyrir rúmri öld. Vísur Khajjams mynda ekki fastmótað kvæði en segja má að heimspeki skáldsins sé heild þeirra. Hér er stuðst viö úrval þýðandans, Magnúsar Ásgeirssonar, sem birtist í Ljóðum frá ýmsum löndum 1946.

Kristján frá Djúpalæk (Einarsson) er fæddur 1916 að Djúpalæk á Langanesströnd. Stundaði nám í Eiðaskóla og Menntaskóla Akureyrar og hefur síðan gegnt margvíslegum störfum sem bóndi, verkamaður, kennari, blaðamaður og ritstjóri en verið afkastamikið ljóðskáld að auki. Kristján hlaut bókmenntaverðlaun frá Helgafelli 1951. Kvæðið Freisting er prentað í bókinni Lífið kallar 1950. Kristján er búsettur á Akureyri.

Ólafur Jóhann Sigurðsson er fæddur í Hlíð í Garðahreppi 1918 en ólst upp á Torfastöðum í Grafningi. Dvaldist í Kaupmannahöfn 1936-37 og New-York 1943-44. sótti þá fyrirlestra um bókmenntir við Columbiaháskólann. Búsettur í Reykjavík síðan 1939 og hefur stundað ýmsa vinnu jafnhliða ritstörfum. Sagnaskáldskapur hefur lengst af verið aðalviðfangsefni Ólafs Jóhanns en ljóðagerðin færst í aukana hin síðari ár. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1976 fyrir ljóðabækurnar Að laufferjum og Að brunnum. Kvæðið Ef til vill í hinni fyrrnefndu.

Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti, f. 1879 í Kaupmannahöfn en ólst upp í Reykjavík. Kenndi sig við Arnarholt í Stafholtstungum þar sem hann var sýsluskrifari um skeið. Lyfsali í Vestmannaeyjum 1913-31. d. í Reykjavík 1939. Kvæðið Útilegumaðurinn birtist í Tvístirninu, ljóðakveri sem Sigurður gaf út ásamt Jónasi Guðlaugssyni 1906.

Stefán Hörður Grímsson er fæddur í Hafnarfirðí 1919. Stundaði m. a. nám í Laugarvatnsskóla en síðan ýmis störf, t. d. sjómennsku á yngri árum. Ljóðið Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu birtist í Svartálfadansi 1951 en með þeirri bók gekk skáldið í lið með frumherjum módernismans í íslenskri ljóðagerð.

Steinn Steinarr (Aðalsteinn Kristmundsson). f. 1908 á Laugalandi í Nauteyrarhreppi en ólst upp í Dölum. Var á fullorðinsárum lengst af búsettur í Reykjavík en ferðaðist nokkuð til annarra Evrópulanda. d. í Reykjavík 1958. Tvímælalaust var Steinn eitt merkasta og sérkennilegasta skáld samtíðar sinnar enda tímamótamaður í íslenskri ljóðagerö. Kvæðin Heimurinn og ég og Í kirkjugarði eru prentuð í 4. ljóðabók hans, Ferð án fyrirheits, 1943.

Sthepan G. Sthepansson (Guðmundsson). f. á Kirkjuhóli í Skagafirði 1853. en fluttist tvítugur til Vesturheims, átti fyrst heima í Bandaríkjunum en í Kanada frá 1889 til dauðadags 1927. Stephan er höfuðskáld raunsæisstefnu og jafnaðarmennsku í íslenskum bókmenntum. Kvæöið Kveld er ort 1899 og birtist í ljóðakverinu Á ferð og flugi 1900.

Þorsteinn frá Hamri (Jónsson) er fæddur að Hamri í Þverárhlíð 1938. Stundaði m. a. nám viö Kennaraskólann í Reykjavík 1955-57 en síðan mest skáldskap og önnur ritstörf. Í ljóðum hans gætir bæði gamalla forma og nýrra. Kvæðið Vor er úr 5. ljóðabók skáldsins, Jórvík, 1967. Þorsteinn er búsettur í Reykjavík.

Örn Arnarson (Magnús Stefánsson), f. í Kverkártungu á Langanesströnd 1884. Varð gagnfræöingur úr Flensborgarskóla 1908 og tók kennarapróf ári síðar. Stundaði lengst af skrifstofustörf í Vesmannaeyjum og Hafnarfirði, d. 1942. Magnús varð landskunnur af ellefu kvæðum sem birtust í Eimreiðinni 1920. í Martröð er þjóðsagnaminni: Framliðinn maður segir til sín. Kvæðið birtist í 2. útg. ljóðmæla skáldsins, Illgresi, 1942.

Sólarljóð eru eftir ókunnan höfund að líkindum frá 13. öld, kristileg að efni en í stíl eddukvæða. Kjarni þeirra eru lýsingar framliðins manns á dauða sínum og því er hann reyndi annars heims. Hann hefur vitjað lífsins aftur og talar til skyldmennis á stórbrotnu og undurfögru myndmáli. Andlátslýsing Sólarljóða er einstæð í norrænum bókmenntum.