Fara í innihald

SS Lazio

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá S.S. Lazio)
Società Sportiva Lazio S.p.A.
Fullt nafn Società Sportiva Lazio S.p.A.
Gælunafn/nöfn Biancocelesti
Biancazzurri
Aquile
Aquilotti
Stytt nafn SS Lazio
Stofnað 9. janúar 1900
Leikvöllur Ólympíuleikvangurinn, Róm
Stærð 70 634
Stjórnarformaður Fáni Ítalíu Claudio Lotito
Knattspyrnustjóri Fáni Ítalíu Simone Inzaghi
Deild Ítalska A-deildin
2021/22 5. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Íþróttafélagið Lazio 1900 (ítalska: Società Sportiva Lazio 1900, S.S. Lazio eða einfaldlega Lazio) er ítalskt íþróttafélag frá Róm stofnað 9. janúar 1900 sem hlaupafélag. Knattspyrnudeild félagsins var stofnuð árið 1910. Það hefur orðið ítalíumeistarar tvisvar: 1974 og 2000, og orðið bikarmeistarar fjórum sinnum, síðast árið 2004.

Heimabúningur liðsins er ljósblá treyja og hvítar buxur. Heimavöllur liðsins er Ólympíuleikvangurinn í Róm.

Rígurinn við AS Roma

[breyta | breyta frumkóða]

Lazio á í ríg við AS Roma. Bæði félögin eru frá Róm og heitir leikur liðanna þess vegna Derby della Capitale. En rígurinn á sér einnig sögulegar rætur. Árið 1927 komst fasistaflokkur Ítalíu undir stjórn Benito Mussolini til valda. Hann vildi búa til stórt lið í höfuðborginni sem mótvægi við stórliðin á Norður-Ítalíu. Því var boðuð sameining knattspyrnuliða í Róm, stuðningsmenn Lazio voru á móti henni, en hin liðin í borginni sameinuðust í AS Roma.

Í dag spila félögin leiki sína á sama heimavellinum, Stadio Olimpico. Þrátt fyrir upprunasögu AS Roma eru margir stuðningsmenn SS Lazio öfga hægrimenn eða fasistar, þó það eigi alls ekki við um alla stuðningsmenn liðsins.[1]

Þegar kemur að árangri inná vellinum milli liðanna, þá hafa þau mæst 197 sinnum og hefur AS Roma unnið 76 þeirra. Þá hefur AS Roma unnið 15 titla en Lazio hefur unnið 13.

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.