Søstrene Grene

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Søstrene Grene er danskt smásölufyrirtæki sem var stofnað í Árósum árið 1973 af Inger Grene og Knud Cresten Vaupell Olsen. Höfuðstöðvarnar eru enn í dag staðsettar í Árósum.

Þó svo að í merki fyrirtækisins standi „handelskompagnie“ er keðjan aðeins kölluð Søstrene Grene. Í dag er Mikkel Grene forstjóri fyrirtækisins en hann er sonur stofnendanna. Bróðir hans Cresten Grene er listrænn stjórnandi fyrirtækins og saman eiga þeir og stjórna fjölskyldufyrirtækinu.

Søstrene Grene verslanir eru eins og völundarhús og þar er ávallt spiluð klassísk tónlist. Í búðunum er að finna skandinavíska hönnun, húsbúnað, eldhúsvörur, gjafir, ritföng og fleira.

Frá upphafi hafa Anna og Clara ávallt spilað veigamikinn þátt í anda og upplifun búðarinnar. Þær má til dæmis finna á öllum skiltum í búðunum. Persónuleikar Önnu og Clöru eru byggðir á frænkum Inger Grene. Saman standa þær fyrir öllum gildum fyrirtækins. Anna og Clara eru ekki stofnendur fyrirtækisins.

Verslanir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta verslunin opnaði í Árósum árið 1973. Næstu verslanir opnuðu í Álaborg og Herning árið 1989 og þar eftir opnuðu fleiri búðir í Danmörku. Árið 2005 opnaði fyrsta verslunin utan Danmerkur á Íslandi. Árið 2006 opnuðu verslanir í Noregi og Svíþjóð. Ár9ð 2015 opnuðu 20 nýjar verslanir í Danmörku. Í dag eru Søstrene Grene verslanir í 15 löndum: Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Íslandi, Japan, Englandi, Írlandi, Norður-Írlandi, Hollandi, Spáni, Frakklandi, Færeyjum, Þýskalandi, Sviss og í Austurríki.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.