Ri-sagnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ri-sagnir eru 4 sagnir í íslensku, sem hafa þá sérstöðu að vera einu sagnir málsins sem enda á -ri í þátíð. Þær eru einu sagnirnar sem hafa blandaða beygingu fyrir utan núþálegar sagnir. Þessar sagnir eru gróa, núa, róa og snúa. Einnig eru þær sérstakar fyrir þá sök, að í þátíð eru þær ritaðar með e (skv. tilskipun menntamálaráðuneytisins), þó svo að framburðurinn sé með é. Kennimyndir þeirra beygjast þannig:

Fyrsta kennimynd Önnur kennimynd Þriðja kennimynd
nafnháttur fyrsta persóna eintala þátíð framsöguháttur lýsingarháttur þátíðar
snúa Ég sneri Ég hef snúið
gróa Ég greri Ég hef gróið
núa Ég neri Ég hef núið
róa Ég reri Ég hef róið

Orðabók Háskólans og Íslensk orðabók: fyrir skóla og skrifstofur geta að auki annars ritháttar á „sneri“ sem er „snéri“. Þessi notkun í ritmáli er ekki eins algeng enda segir Orðabók Háskólans hana einkum vera framburðarmynd en þó er hann notaður í um 30% íslenskra skjala á netinu.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]