Blönduð beyging

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Blönduð beyging (skammstafað sem b.b.) er hugtak í málfræði.

Blönduð beyging í íslensku[breyta | breyta frumkóða]

Blandaðar sagnir[breyta | breyta frumkóða]

Blandaðar sagnir er ein af þremur tegundum sagna eftir því hvernig þær geta skipst eftir sagnbeyging (hinar tvær eru veikar sagnir og sterkar sagnir). Blönduð beyging er þegar sagnir eru hvorki veikar né sterkar (eða að sumu leyti veikar og öðru leyti sterkar). Blönduð beyging er tvenns konar:

  • ri-sagnir sem mynda þátíð eintölu með endingunni -ri (neri, greri, sneri o.s.fv.) hafa endingu og tvö atkvæði í þátíð.
    gróagrerigróið
    róareriróið
    snúasnerisnúið
    núanerinúið
  • Núþálegar sagnir mynda nútíð eins og sterkar sagnir mynda þátíð en hafa sams konar þátíð og veikar sagnir. Sögnin vita (veit, vissi) er núþáleg sögn á meðan líta (leit, litum, litið) er sterk sögn. Núþálegu sagnirnar eru 11:
    unna - ann - unni - unnað
    kunna - kann - kunni - kunnað
    muna - man - mundi - munað
    eiga - á - átti - átt
    knega - kná - knátti - knátt
    mega - má -mátti - mátt
    þurfa - þarf - þurfti - þurft
    vita - veit - vissi - vitað
    vilja - vil - vildi - viljað
    munu - mun - mundi - (ekki til í lýsingarhætti þátíðar)
    skulu - skal - skyldi - (ekki til í lýsingarhætti þátíðar)