Núþáleg sögn
Útlit
Núþálegar sagnir eru aðeins ellefu sagnorð; eiga, mega, unna, kunna, knega, muna, munu, skulu, vilja, vita og þurfa. Í stað þátíðar í annarri kennimynd hafa þær nútíð. Núþálegar sagnir heita svo vegna þess að nútíð núþálegra sagna er mynduð með hljóðskiptum, eða á svipaðan hátt og þátíð sterkra sagna.[1] Nafnháttarmerkið er ekki notað á eftir núþálegu sögnunum „munu“, „skulu“, „mega“ og „vilja“[2] (til dæmis er nafnháttarmerkið ekki notað á eftir sögninni að vilja í dæminu „ég vil borða kjúkling“).
Fyrsta kennimynd | Önnur kennimynd | Þriðja kennimynd | Fjórða kennimynd |
---|---|---|---|
nafnháttur | fyrsta persóna eintala nútíð framsöguháttur | fyrsta persóna eintala þátíð framsöguháttur | lýsingarháttur þátíðar |
Að unna | Ég ann | Ég unni | Ég hef unnað |
Að kunna | Ég kann | Ég kunni | Ég hef kunnað |
Að muna | Ég man | Ég mundi[3] | Ég hef munað |
Að eiga | Ég á | Ég átti | Ég hef átt |
Að þurfa | Ég þarf | Ég þurfti | Ég hef þurft |
Að vita | Ég veit | Ég vissi | Ég hef vitað |
Að vilja | Ég vil | Ég vildi | Ég hef viljað |
Að mega | Ég má | Ég mátti | Ég hef mátt |
Að knega | Ég kná | Ég knátti | Ég hef knátt |
Að munu | Ég mun | Ég myndi[4], ég mundi | (ekki til) |
Að skulu | Ég skal | Ég skyldi | (ekki til) |
Sögnin að knega þýðir að geta, megna, vera einhvers umkominn.
Annað
[breyta | breyta frumkóða]- Til er vísa til að hjálpa manni að læra núþálegu sagnirnar:
- Unna, kunna, muna, má,
- munu, eiga, skulu,
- þurfa, vilja, vita, kná,
- verða hér í þulu.[5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Íslensk orðhlutafræði eftir Eirík Rögnvaldsson frá árinu 1990 - blaðsíða 81 af 93, undirkafli 8.2.3 Núþálegar sagnir
- ↑ orðið „að“ á www.snöru.is
- ↑ „Beyging orðsins „Núþáleg sögn"“. á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
- ↑ „Beyging orðsins „Núþáleg sögn"“. á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
- ↑ „Ýmsar minnisvísur“. Námsgagnastofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 18. nóvember 2012.