Fara í innihald

Núþáleg sögn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Núþálegar sagnir eru aðeins ellefu sagnorð; eiga, mega, unna, kunna, knega, muna, munu, skulu, vilja, vita og þurfa. Í stað þátíðar í annarri kennimynd hafa þær nútíð. Núþálegar sagnir heita svo vegna þess að nútíð núþálegra sagna er mynduð með hljóðskiptum, eða á svipaðan hátt og þátíð sterkra sagna.[1] Nafnháttarmerkið er ekki notað á eftir núþálegu sögnunum „munu“, „skulu“, „mega“ og „vilja“[2] (til dæmis er nafnháttarmerkið ekki notað á eftir sögninni að vilja í dæminu „ég vil borða kjúkling“).

Fyrsta kennimynd Önnur kennimynd Þriðja kennimynd Fjórða kennimynd
nafnháttur fyrsta persóna eintala nútíð framsöguháttur fyrsta persóna eintala þátíð framsöguháttur lýsingarháttur þátíðar
unna Ég ann Ég unni Ég hef unnað
kunna Ég kann Ég kunni Ég hef kunnað
muna Ég man Ég mundi[3] Ég hef munað
eiga Ég á Ég átti Ég hef átt
þurfa Ég þarf Ég þurfti Ég hef þurft
vita Ég veit Ég vissi Ég hef vitað
vilja Ég vil Ég vildi Ég hef viljað
mega Ég Ég mátti Ég hef mátt
knega Ég kná Ég knátti Ég hef knátt
munu Ég mun Ég myndi[4], ég mundi (ekki til)
skulu Ég skal Ég skyldi (ekki til)

Sögnin að knega þýðir að geta, megna, vera einhvers umkominn.

  • Til er vísa til að hjálpa manni að læra núþálegu sagnirnar:
    Unna, kunna, muna, má,
    munu, eiga, skulu,
    þurfa, vilja, vita, kná,
    verða hér í þulu.[5]
  1. Íslensk orðhlutafræði eftir Eirík Rögnvaldsson frá árinu 1990 - blaðsíða 81 af 93, undirkafli 8.2.3 Núþálegar sagnir
  2. orðið „að“ á www.snöru.is
  3. „Beyging orðsins „Núþáleg sögn". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  4. „Beyging orðsins „Núþáleg sögn". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls
  5. „Ýmsar minnisvísur“. Námsgagnastofnun. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 18. nóvember 2012.
Linguistics stub.svg  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.