Fara í innihald

Reyniglæða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reyniglæða
Nærmynd af reyniglæðu á grein.
Nærmynd af reyniglæðu á grein.
Ástand stofns

Við hættumörk Náttúrufræðistofnun Íslands[1]
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Lecanoromycetes
Ættbálkur: Teloschistales
Ætt: Glæðuætt (Teloschistaceae)
Ættkvísl: Polycauloina
Tegund:
Reyniglæða (P. polycarpa)

Tvínefni
Polycauloina polycarpa
Samheiti

Lichen polycarpus
Lobaria polycarpa
Massjukiella polycarpa
Xanthoria polycarpa

Reyniglæða (fræðiheiti: Polycauloina polycarpa[2]) er fléttutegund af glæðuætt. Reyniglæða tilheyrði áður ættkvísl glæða (Xanthoria). Hún var nýlega færð í ættkvíslina Polycauloina en hefur þrátt fyrir endurflokkunina haldið íslenska heiti sínu.

Reyniglæða er á válista Náttúrufræðistofnunar Íslands yfir tegundir í útrýmingarhættu á Íslandi. Hún er þar metin við hættumörk (LR/nt).[1]

Reyniglæða er gul eða gulgrá að ofan en þalið er hvítt eða grátt á neðra borði með brúnum rætlingum. Þalið er yfirleitt lítið um sig og þakið askhirslum í miðjunni. Askhirslurnar eru 1-3 mm í þvermál, flatar eða lítillega íhvolfar, fagurgular með ljósari eða gráleitri þalrönd.[2]

Gró reyniglæðu eru átta í aski, glær, sporbaugótt, tvíhólfa með þykkum millivegg, 11-15 µm x 6-7 µm að stærð.[2]

Reyniglæða vex á trjábolum og er algeng á bolum gamalla trjáa við hús. Hún finnst á þremur svæðum á Íslandi: Við Faxaflóa, þar sem hún er meðal annars algeng á bolum trjáa í görðum í Reykjavík; á Austurlandi, bæði á Egilsstöðum og á Austfjörðum; og í Eyjafirði.[2]

Reyniglæta vex aðallega á reyni og birki en einnig á ösp.[2]

Efnafræði

[breyta | breyta frumkóða]

Eins og aðrar tegundir af glæðuætt inniheldur reyniglæðan gula litarefnið parietín.[2]

Þalsvörun reyniglæðu er K+ vínrauð, C-, KC-, P-.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Náttúrufræðistofnun Íslands (1996). Válisti 1: Plöntur. Reykjavík: Náttúrufræðistofnun Íslands.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag. ISBN 978-9979-66-347-8
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.