Reykjavíkurnætur (sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjavíkurnætur voru íslenskir aðstæðukomedíuþættir í leikstjórn Agnars Jón Egilssonar sem einnig var höfundur handrits. Þættirnir voru sýndir vorið 2005 á Stöð 2. Aðalframleiðandi var Baltasar Kormákur. Stjórn kvikmyndatöku annaðist Jón Karl Helgason og klippari var Viðar Víkingsson. Sögn ehf. styrkti þættina.

Þættirnir fjölluðu um fjögur ungmenni á djammtímabilinu sínu. Þættirnir áttu að líkjast Vinum.

Leikarar voru Víkingur Kristjánsson, Þórunn Erna Clausen, Björn Hlynur Haraldsson og Inga María Valdimarsdóttir.[1]

Þættirnir urðu sex talsins, fyrsti var sýndur þann 11. mars 2005 og sá síðasti 15. apríl 2005.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Reykjavíkurnætur“. Kvikmyndavefurinn. Sótt 5. september 2020.