Fara í innihald

Ren'Py

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Táknmynd fyrir Ren’Py

Ren'Py er leikjavél fyrir myndasögur. Ren'Py er ókeypis opinn hugbúnaður og leiki má búa til og spila í Windows, macOS, Linux, Android, OpenBSD, iOS og HTML5 vefútgáfu. Nafnið Ren'Py er samsett úr japanska orðinu ren'ai (恋愛) sem merkir rómanísk ást og Python sem stendur fyrir það forritunarmál sem Ren'Py keyrir.

Í Ren'Py má búa til ólínulegar frásagnir. Útgáfa 8.03 af Ren'Py kom út í september 2022. Sú útgáfa byggir á Python 3 forritunarmálinu.

Stilla má Ren'Py þannig að sögur (handrit) megi skrifa í þeim textaritli sem hentar. Sérstök Ren'Py viðbót er til fyrir VS Code textaritillinn.