Regnbogi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tvöfaldur regnbogi í Alaska.

Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð.

Á Íslandi sjást regnbogar oft við fossa.

Ýmsar tegundir regnboga[breyta | breyta frumkóða]

  • Bifröst, sem í norrænni goðafræði er brú ása af jörðu til himins, er einnig annað nafn á regnboga.
  • haggall er regnbogastúfur á hafi
  • hrímbogi er regnbogi í éljagangi og lágum lofthita.
  • jarðbogi er regnbogi sem nær báðum endum til jarðar.
  • njólubaugur er regnbogi sem sést að nóttu til.
  • regnband er bútur af regnboga.
  • úðabogi er regnbogi í þoku eða yfir fossi.
  • þokubogi (oft nefnfur hvítur regnbogi) er hvítur regnbogi sem myndast af litlu endurkasti í örsmáum úðadropum, þannig að litirnir blandast aftur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu