Rúnturinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Rúnturinn er hugtak sem haft er um nokkuð fastmótaða hringleið í miðbæ borgar sem ungt fólk vanar til að sjást og sjá aðra. Rúnturinn er venjulega farinn til að drepa tímann, en einnig til að sjá aðra og/eða kynnast verðandi kærasta eða kærustu. Rúnturinn er venjulega til í öllum stærri þéttbýliskjörnum. Í sambandi við rúntinn þá er talað um að rúnta, fara á rúntinn eða vera á rúntinum.

Reykjavík[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflega, í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20.stu, var rúnturinn í miðborg Reykjavíkur farinn á tveimur jafnfljótum. Hann taldist þá vera Austurstræti, Aðalstræti, Kirkjustræti og Pósthússtræti. Rúntinum frá þessum tíma er vel lýst í Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson. Nú er rúnturinn í Reykjavík farinn á bílum og er upp Hverfisgötuna, niður Laugarveg, Bankastræti og Austurstræti og svo beygt við Ingólfstorg til norðurs og svo Hafnarstræti til austurs og svo upp Hverfisgötuna á ný. Einnig er stundum farinn hlykkur frá Bankastræti út Lækjargötu til suðurs og svo Pósthússtræti til norðurs og svo beygt inn á Austurstræti.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi samgöngugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.