Rúllustigi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Rúllustigi er stigi sem flytur fólk á milli hæða í byggingu. Hann er með mótor sem keyrir samföst stigaþrep sem færast upp eða niður á brautum og leyfir stigaþrepunum að vera láréttum.

Rúllustigar eru notaðir um allan heim til að flytja fólk þegar lyftur munu vera óhentugar. Staðir þar sem rúllustigar eru notaðir eru deildaverslanir, verslunarmiðstöðvar, flugvellir, almenningssamgangnakerfi, ráðstefnuhús, hótel og almenningsbyggingar.

Rúllustigar hafa marga kosti. Þeir geta flutt margt fólk og rúllustigar taka ekki meira pláss sem hefðbundinn stigi. Það er enginn biðtími til að nota rúllustiga ólíkt lyftum.

Rúllustigar á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsti íslenski rúllustiginn var settur upp vorið 1963 í verslunarmiðstöðinni Kjörgarði Laugavegi 59.[1] Rúllustiginn vakti mikla athygli og þótti tækniundur sem minnti á erlendar stórborgir. „Getur fólk stigið í neðstu tröppuna og staðið kyrrt meðan hún flytur það upp á næstu hæð, og er að þessu mikið hagræði.“[1] Þeir rúllustigar sem síðar hafa verið settir upp á landinu, hafa langflestir tengst verslunarmiðstöðvum.

Helstu staðir sem hafa eða hafa haft rúllustiga:

Rúllubönd:

 • Rúllubandið í Holtagörðum.[5]

Rúllustigar sem ekki eru lengur til:

Rúllustigar í íslenskri alþýðumenningu[breyta | breyta frumkóða]

 • Árið 1984 sendi útgáfufyrirtækið Erðanúmúsík tónlistarmannsins Dr. Gunna frá sér safnsnælduna Rúllustigann. Á snældunni voru lög eftir ýmsar kunnar hljómsveitir íslensku nýbylgjunnar s.s. S.H. Draum, Van Hautens Kakó, Vonbrigði og Jóa á hakanum.[8]
 • Árið 1995 setti leikfélag Flensborgarskólans í Hafnarfirði upp leikritið Rúllustigarúllettuna, þar sem nýtilkominn rúllustigi í verslunarkjarnanum Firði var gerður að táknmynd firringar í nútímasamfélagi. Í leikdómi í Morgunblaðinu sagði m.a.: Hafnfirðingar hafa tekið af sér skírlífisbeltið. Rúllustigamenningin er komin til að vera. Nú stoppar strætó í nýja miðbænum fyrir framan glerdyr sem gapa ógurlega og sjálfkrafa á móti gestum og fyrir innan gnæfir sjálfur rúllustiginn í miðju holinu eins og óbelíska, nei, eins og hálfrisið reðurtákn í hofi verslunarinnar. Neytandinn er fram leiddur á færibandi eins og vörurnar eru framleiddar sem hann er leiddur fram fyrir. Hreyfimáttur fótanna er tekinn frá honum í þágu framleiðninnar. [11]

Ýmislegt[breyta | breyta frumkóða]

Stærsta rúllustigaslys á Íslandi átti sér stað 5. júní 2014 þegar 10 manns slösuðust í rúllustiga í Leifsstöð.[12]


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 „Morgunblaðið 16. maí 1963“,
 2. Viðurkenning Ferlinefndar Kópavogs Ask arkitektar
 3. Laufskálinn fær nýtt hlutverk Morgunblaðið, Morgunblaðið F (29.05.2006), Blaðsíða 1
 4. Styttist óðum í opnun Hörpu. Fréttablaðið, 99. tölublað (30.04.2011), Blaðsíða 72
 5. Breytingar í Holtagörðum Vísir.is
 6. Rúllustiginn rifinn Morgunblaðið, 3. tölublað (06.01.1987), Blaðsíða 33
 7. Rúllustigi í Kjörgarði Morgunblaðið, 109. tölublað (16.05.1963), Blaðsíða 2
 8. Rúllustiginn á bókasafnsvefnum Gegni“,
 9. „Falda myndavélin: Þrír skátar (Youtube)“, skoðað þann 29. nóvember 2012.
 10. „Áramótaskaup 1992 (Youtube)“, skoðað þann 29. nóvember 2012.
 11. „Morgunblaðið 8. mars 1995“,
 12. „Frétt Víkurfrétta 5. jún. 2014“,
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.