Fara í innihald

Rákahöfrungur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Rákaskoppari)
Rákahöfrungur einnig rákaskoppari
Rákahöfrungur á stökki
Rákahöfrungur á stökki
Stærð rákahöfrungs miðað við meðalmann
Stærð rákahöfrungs miðað við meðalmann
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Hvalir (Cetacea)
Ætt: Höfrungaætt (Delphinidae)
Ættkvísl: Skopparar (Stenella)
Tegund:
S. coeruleoalba

Tvínefni
Stenella coeruleoalba
(Meyen, 1833)
Útbreiðslusvæði rákahöfrungs (blár litur)
Útbreiðslusvæði rákahöfrungs (blár litur)

Rákahöfrungur (fræðiheiti: Stenella coeruleoalba) einnig nefndur rákaskoppari er fremur lítill tannhvalur af höfrungaætt.

Rákahöfrungur er grannvaxinn og straumlínulaga, bolurinn sívalur fremst en þynnist aftur. Trýnið er langt og mjótt og afmarkað frá aflíðandi enni. Litamynstur er flókið og samanstendur af blásvörtum, gráum og hvítum litum. Munstrið er misjafnt eftir einstaklingum en meginþáttur eru blásvartar eða gráar rákir sem liggja frá augum annars vegar aftur að bægslunum og hins vegar aftur eftir hliðunum. Bakið að framanverðu og hornið er dökkt en hliðarnar ljósgráar og kviðurinn hvítur. Hornið er fremur stórt, miðsvæðis á bakinu og aftursveigt. Bægslin eru lítil og hvöss.

Kynin eru svipuð að stærð, um 1,7 til 2,4 metrar á lengd og um 150 til 165 kg á þyngd.

Útbreiðsla og hegðun

[breyta | breyta frumkóða]

Rákahöfrungur er öllu fremur úthafstegund og er fremst að finna á hitabeltis- og heittempruðum hafsvæðum milli 40°N og 40°S. Tegundin heldur sig helst í sjó sem er 10° til 22 °C. Rákahöfrungur er algengasta höfrungategundin í Miðjarðarhafi.[2] Ísland er talsvert norðan við meginútbreiðslusvæði rákahöfrunga og telst sem flækingur við landið.

Fæðan er ýmsar tegundir smokkfiska, uppsjávarfiska og miðsjávarfiska, oftast minni en 18 cm á lengd. Talið er að rákahöfrungar geti kafað niður að 700 metra dýpt.

Rákahöfrungar eru félagslyndir eins og aðrar höfrungategundir, meðalstærð hópa í Kyrrahafi eru um 100 einstaklingar en í Norður-Atlantshafi um 30 til 40. Ekki er þó óalgengt að rekast á hópa þar sem þúsundir einstaklinga haf safnast saman.[3] Þeir eru mjög hraðskreiðir og fara gjarnan á stökk í stórum hópum.

Veiðar og fjöldi

[breyta | breyta frumkóða]

Rákhöfrungar eru sennilegast ein algengasta hvalategund á úthöfum. Líffræðingar áætla að um tvær miljónir einstaklinga séu á Kyrrahafssvæðinu og um 100 þúsund í Miðjarðarhafi. Óþekkt er um heildarfjölda í Atlantshafi.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hammond o.fl. 2008
  2. Isaksen og Syversen, 2002.
  3. Perrin, 2002
  • Ásbjörn Björgvinsson og Helmut Lugmayr, Hvalaskoðun við Ísland (Reykjavík: JPV Útgáfan, 2002).
  • Hammond, P.S., G. Bearzi, A. Bjørge, K. Forney, L. Karczmarski, T. Kasuya, W.F. Perrin, M.D. Scott, J.Y. Wang, R.S. Wells og B. Wilson, „Delphinus delphis“, 2008 IUCN Red List of Threatened Species (IUCN 2008).
  • Jón Már Halldórsson. „Lifa höfrungar við Ísland?“. Vísindavefurinn 19.2.2008. http://visindavefur.is/?id=7077. (Skoðað 13.4.2009).
  • Isaksen og Syversen, „Striped dolphins, Stenella coeuleoalba, in Norwegian and adjacent waters“. MAMMALIA 66. 2002.
  • Páll Hersteinsson (ritsj.), Íslensk spendýr (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2005). ISBN 9979-2-1721-9
  • Perrin J., „Striped dolphins“ hjá W. Perrin, B. Wursig og J. Thewissen (ritstj.), Encyclopedia of Marine Mammals (Academic Press, 2002): 245–248. ISBN 0-12-551340-2.
  • Reeves, R., B. Stewart, P. Clapham og J. Powell, National Audubon Society Guide to Marine Mammals of the World (New York: A.A. Knopf, 2002). ISBN 0-375-41141-0.
  • Sigurður Ægisson, Jón Ásgeir í Aðaldal, Jón Baldur Hlíðberg, Íslenskir hvalir fyrr og nú (Forlagið, 1997).
  • Stefán Aðalsteinsson, Villtu spendýrin okkar (Reykjavík: Bjallan, 1987).

* „Lifa höfrungar við Ísland?“. Vísindavefurinn.