Fara í innihald

Popeyes

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Popeyes veitingastaður í Miami í Flórída.

Popeyes Louisiana Kitchen, Inc. einnig þekkt sem Popeyes er bandarísk skyndibitakeðja sem að selur kjúklingarétti og hefur verið starfræk frá því árið 1972. Fyrsti veitingastaðurinn var opnaður í New Orleans í Louisiana. Árið 2024 hefur Popeyes um 3,700 keðjur um allan heim.[1] Popeyes var starfrækt á Íslandi frá 2000 til 2002.

Popeyes á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Í ágúst árið 2000 var fyrst tilkynnt um komu Popeyes til landsins.[2] Fyrsti staðurinn opnaði á Stjörnutorgi í Kringlunni þann 26. september 2000.[3] Í mars 2001 opnaði Popeyes sinn annan veitingastað hér á landi að Smáratorgi 5 í Kópavogi (sem að seinna hýsti McDonald's og í dag Metro). Í september 2002 lokuðu bæði útibú keðjunnar hér á landi.[4] Fyrirtækið Hof ehf. rak Popeyes á Íslandi.

Tilvitnanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Popeyes“, Wikipedia (enska), 22. júní 2024, sótt 29. júní 2024
  2. „Dagblaðið Vísir - DV - 196. tölublað (28.08.2000) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 29. júní 2024.
  3. „Popeyes í Stjörnutorgi í Kringlunni - Myndasafn mbl.is“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.
  4. „Popeyes hættir rekstri“. www.mbl.is. Sótt 29. júní 2024.