Terpentína

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Terpentína á við tvær tegundir vökva, sem framleiddar eru annaðhvort úr kvoðu lifandi trjáa (jurtaterpentína) eða úr jarðolíu (steinefnaterpentína eða white spirit). Terpentína er notuð sem leysiefni í olíumálun og lökkun og sem hráefni í efnaframleiðslu. Terpentína er líka notuð til að leysa upp vax í bónum, í vatnsheldu sementi, hreinsunarefnum, sótthreinsunarefnum, gúmmívörum, vefnaði o.s.frv.

Jurtaterpentína er yfirleitt framleidd úr furukvoðu. Skurðir eru gerðir í stofninn sem valda því að kvoðan renni úr trénu. Þá er kvoðan hreinsuð og eimuð.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.