24 (sjónvarpsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
24
TegundDrama
HandritJoel Surnow
Robert Cochran
LeikararKiefer Sutherland o.fl.
TónskáldSean Callery
Upprunaland Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða9
Fjöldi þátta209
Framleiðsla
StaðsetningLos Angeles, Kalifornía (þáttaraðir 1-6)
New York (þáttaraðir 7)
Lengd þáttar43 mínútur
FramleiðslaJoel Surnow
Robert Cochran
Brian Grazer
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFox
RÚV
Myndframsetning1080i (HDTV)
HljóðsetningDolby 5.1
Sýnt6. nóvember 2001 – 24. maí 2010
Tenglar
IMDb tengill

24 er bandarískur sjónvarpsmyndaflokkur, sem Fox Network framleiðir fyrir fyrirtæki Rons Howard Imagine Entertainment og er sýnd víða um heim.

Hver árgangur fjallar um atburði eins dags í lífi Jacks Bauer, alríkislögreglumanns hjá Counter Terrorist Unit eða CTU í Los Angeles, sem leikinn er af Kiefer Sutherland. Þátturinn sjallar einnig um samstarfsfólk Jacks hjá CTU í Los Angeles, ýmsa hryðjuverkamenn og starfsfólk Hvíta hússins.

Rauntímaeðli þáttanna gefur þeim yfirbragð mikillar spennu, sem lögð er áhersla á með tifandi stafrænni klukku sem birtist af og til, m.a. fyrir og eftir auglýsingahlé og í enda hvers þáttar. Í hverjum þætti er sýnt frá atburðum á ýmsum stöðum og fylgt er eftir ævintýrum ólíkra persóna sem allar eru flæktar í sömu atburðarásina.

Joel Surnow og Robert Cochran skópu 24 en fyrsti þátturinn var sýndur árið 2001.

Yfirlit yfir efni hvers árgangs[breyta | breyta frumkóða]

Hingað til hefur hver árgangur fylgt svipaðri formúlu. Þættirnir, sem gerast að verulegu leyti í Los Angeles, snúast einkum um baráttu Jacks Bauer og Counter Terrorist Unit þegar þjóðaröryggi Bandaríkjanna er ógnað, m.a. af hryðjuverkamönnum. Ýmsar fórnir sem koma á óvart, svik og annað ráðabrugg eru algeng. Auk aðalógnarinnar eru ýmsar aukaatburðarásir í hverjum árgangi, sem vara allnokkra þætti og eru samofnar meginatburðarásinni, sem hefur sjálf tilhneigingu til þess að einu sinni eða tvisvar þegar líður á árganginn. Jack Bauer stendur oft frammi fyrir gríðarmikilli persónulegri sálarangist.

Hver árgangur gerist á „rauntíma“ og hefst á ólíkum tíma dags. Hver þáttur lýsir atburðum einnar klukkustundar og hver árgangur lýsir atburðum sólarhrings og er 24 þættir. Hver þáttur hefst á því að Kiefer Sutherland í gervi Jack Bauer segir: „Eftirfarandi gerist milli [tími] og [tími]“.

  • Í fyrsti árgangi hefst hver þáttur á því að Kiefer Sutherland les línuna: „Eftirfarandi gerist milli [tími] og [tími] á degi forsetaforvalskosninganna í Kaliforníu“.

1. dagur[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrsta árgangi eru hryðjuverkamenn með það á prjónunum að ráða af dögum forsetaframbjóðandann, David Palmer, en hryðjuverkamennirnir hafa augastað á eiginkonu Jacks Bauer og dóttur þeirra að Bauer óvörum. Jack grunar að fólk sem hann vinnur með kunni að hafa átt hlut að máli í hvoru tveggja og reynir samtímis að verja Palmer og komast til botns í því hvers vegna konu hans og dóttur hefur verið rænt.

2. dagur[breyta | breyta frumkóða]

Í öðrum árgangi tekst Jack á við dauða konu sinnar og versnandi samband sitt við dóttur sína, sem telur að hættuleg atvinna Jacks hafi valdið dauða móður sinnar. Bauer er ekki lengur á launaskrá hins opinbera en forseti Bandaríkjanna, David Palmer, reiðir sig á Jack sem eina manninn sem hann getur treyst til að komast til botns í því hver sé að hóta að sprengja kjarnorkusprengju í Los Angeles og til að hindra að það gerist. Samtímis þessu verður til aukaatburðarás í kringum Kate Warner, sem er að skipuleggja brúðkaup systur sinnar og verðandi mágs síns, þegar CTU grunar að brúðguminn gæti verið viðriðinn áform hryðjuverkamannanna.

3. dagur[breyta | breyta frumkóða]

Í þriðja árgangi hefur Jack snúið aftur til starfa eftir að hafa lokið verkefni undir dulargevi, þar sem hann komst inn í raðir Salazar fjölskyldunnar, sem er eiturlyfjahringur með tengsl við hryðjuverkamenn. Á sama tíma er líki, sem er sýkt af dauðlegri veiru, kastað úr sendibíl hjá höfuðstöðvum heilbrigðisyfirvalda alríkisins. Hinn nýi félagi Jacks er ungur en hæfur maður, Chase Edmunds, sem á í ástarsambandi með dóttur Jacks, sem nú vinnur fyrir CTU. Jack og Chase verða nú að finna hryðjuverkamennina, sem bera ábyrgð á veiru-árásinni og eyða öllum sýnum veirunnar áður en henni er sleppt út í andrúmsloftið. Í þessum árgangi á Jack einnig við eiturlyfjavanda að stríða, sem á uppruna sinn í síðasta verkefni hans.

4. dagur[breyta | breyta frumkóða]

Í fjórða árgangi vinnur Jack Bauer í Washington D.C. fyrir varnarmálaráðuneytið en á í ástarsambandi með dóttur varnarmálaráðherrans, Audrey Raines. CTU starfar nú undir nýjum skipunum frá forsetanum en nýr yfirmaður CTU kallar Jack á sinn fund vegna yfirvofandi hryðjuverkaárásar. Varnarmálaráðherranum og dóttur hans er hins vegar rænt og Jack verður að reyna að bjarga þeim úr haldi ræningjanna. Eftir að þeim er bjargað átta þau sig á að mannránið var notað til að dylja áform um að valda ofhitnun og bráðnun í bandarískum kjarnorkuverum um land allt. En þetta reynist aftur vera einungis toppurinn á ísjakanum.

5. dagur[breyta | breyta frumkóða]

Í fimmta árgangi hefur Jack breytt nafni sínu í Frank Flynn og er að reyna að hefja nýtt líf utan CTU en honum berast þær fregnir að reynt hefði verið að ráða af dögum alla þá sem vissu að hann væri enn á lífi og að Palmer, fyrrverandi forseti, og Michelle Dessler, fyrrum samstarfskona Jacks, hefðu verið drepin. Einhver hefur reynt að koma sökinni á Jack og hann verður ásamt starffólki CTU að finna út hver stendur á bak við ráðabruggið samtímis því að hafa uppi á stolnu sentox taugagasi og uppræta samsæri sem teygir sig alla leið til Hvíta hússins og vopnaframleiðandans Omicron Corporation.

6. dagur[breyta | breyta frumkóða]

Í lok 5. dags hafði Jack verið handsamaður af kínverskum yfirvöldum fyrir innbrot í kínverska sendiráðið í Los Angeles sem leiddi til dauða kínversks embættismanns. Í upphafi 6. dags hefur Wayne Palmer, sem nú er forseti Bandaríkjanna, samið við kínversk stjórnvöld um að fá Jack lausan úr haldi eftir 20 mánuði í haldi. Hryðjuverkamenn fremja sjálfsmorðsárásir um gervöll Bandaríkin undir forystu Abu Fayed sem hefur tekist að sannfæra bandarísk stjórnvöld um að hann muni hjálpa þeim að handsama hryðjuverkamanninn Assad, sem þau telja ranglega að hafi skipulagt árásirnar. Fyrir hjálpina vill Fayed að bandarísk yfirvöld afhendi honum Jack Bauer.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Ítarlegra yfirlit má finna á lista yfir persónur í 24 og lista yfir aukapersónur í 24

Núverandi aðalpersónur og -leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Leikari Persóna Árgangar í aðalhlutverki Árgangar í aukahlutverki
Kiefer Sutherland Jack Bauer Dagur 1-6 enginn
Mary Lynn Rajskub Chloe O'Brian Dagur 5-6 Dagur 3-4
DB Woodside Wayne Palmer Dagur 6 Dagur 3, 5
James Morrison Bill Buchanan Dagur 5-6 Dagur 4
Peter MacNicol Thomas Lennox Dagur 6 enginn
Jayne Atkinson Karen Hayes Dagur 6 Dagur 5
Carlo Rota Morris O'Brian Dagur 6 Dagur 5
Eric Balfour Milo Pressman Dagur 6 Dagur 1
Marisol Nichols Nadia Yassir Dagur 6 enginn
Regina King Sandra Palmer Dagur 6 enginn

Núverandi aukapersónur og -leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Leikari Persóna Árgangur
Glenn Morshower Aaron Pierce Dagur 1-6
Tzi Ma Cheng Zhi Dagur 4-6
Paul McCrane Graham Dagur 5-6
Alexander Siddig Hamri Al-Assad Dagur 6
James Cromwell Phillip Bauer Dagur 6
Kal Penn Ahmed Amar Dagur 6
Ruben Pla Yusuf Amar Dagur 6
Hrach Titizian Zamil Kouri Dagur 6
Harry Lennix Walid Al-Rezani Dagur 6
Adoni Maropis Abu Fayed Dagur 6
Garret Sato Wu San Dagur 6
Rick Schroder Mike Doyle Dagur 6
Rena Sofer Marilyn Dagur 6
Evan Ellingson Josh Dagur 6
David Hunt Darren McCarthy Dagur 6
Chad Lowe Reed Pollock Dagur 6
Powers Boothe Noah Daniels Dagur 6
Sammy Sheik Masheer Dagur 6
Scott William Winters FBI-maður Dagur 6
Jamison Jones yfirmaður leyniþjónustunnar Dagur 6
Steven Schub hryðjuverkamaður Dagur 6
Stephen Merchant Dagur 6
Patrick Sabongui Nasir Dagur 6
Al Woodley Nichols, FBI-maður Dagur 6
Michael Angarano Scott Wallace Dagur 6
Megan Gallagher Julianne Wallace Dagur 6
Raphael Sbarge Ray Wallace Dagur 6
Kim Raver Audrey Raines Dagur 6
William Devane James Heller Dagur 6

Fyrrverandi aðalpersónur og -leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Leikari Persóna Árgangur í aðalhlutverki Árgangur í aukahluterki
Leslie Hope Teri Bauer Dagur 1 enginn
Sarah Clarke Nina Myers Dagur 1 Dagur 2-3
Elisha Cuthbert Kim Bauer Dagur 1-3 Dagur 5
Dennis Haysbert David Palmer, forseti Dagur 1-3 Dagur 4-5
Sarah Wynter Kate Warner Dagur 2 Dagur 3
Xander Berkeley George Mason Dagur 2 Dagur 1
Penny Johnson Jerald Sherry Palmer Dagur 2 Dagur 1, 3
Carlos Bernard Tony Almeida Dagur 2, 3, 5 Dagur 1, 4
Reiko Aylesworth Michelle Dessler Dagur 3 Dagur 2, 4, 5
James Badge Dale Chase Edmunds Dagur 3 enginn
Alberta Watson Erin Driscoll Dagur 4 enginn
Lana Parrilla Sarah Gavin Dagur 4 Dagur 4*
Roger Cross Curtis Manning Dagur 4-5 Dagur 4*, dagur 6
Gregory Itzin Charles Logan, forseti Dagur 5 Dagur 4, 6
Louis Lombardi Edgar Stiles Dagur 5 Dagur 4
Jean Smart Martha Logan Dagur 5 Dagur 6

* - Hóf árgang sem aukapersóna en varð aðalpersóna í miðjum árgangi. Jude Ciccolella, sem lék Mike Novick, kom fram í 58 þáttum í dögum 1, 2, 4 og 5 og er í sjöunda sæti yfir þær leikara sem oftast hafa komið fram í þáttunum en var þó aldrei aðalleikari.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]