Pólitískar afleiðingar Búsáhaldabyltingunnar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Efnahagshrun á Íslandi varð í október 2008. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru þá við stjórn. Mikil mótmæli urðu í kjölfarið og flokkarnir neyddust til að segja af sér og myndaðist þá ný ríkisstjórn.[1] Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráðherra í kjölfarið með myndun minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna, en stjórnin sat með stuðningi Framsóknarflokksins.[2]

Á meðan mótmælum stóð[breyta | breyta frumkóða]

Forsaga[breyta | breyta frumkóða]

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin sátu í stjórn frá 24.maí 2007. Forsætisráðherra var Geir H. Haarde. [3] Framsóknarflokkurinn, Vinstri grænir og Frjálslyndi flokkurinn voru í stjórnarandstöðu. [4]

Fjármálakreppan breytti pólitísku og félagslegu landslagi á Íslandi. Ríkisstjórn Geir H. Haarde, var við völd fyrir búsáhaldabyltinguna. Ýmsum í samfélaginu þótti sú stjórn vera ný-frjálshyggju stjórn sem tileinkaði sér afnám ríkisafskipta og einkavæðingu. Lífskjör meirihluta stuðningsmanna þáverandi ríkisstjórnar var að ágerast í miklum uppgangi hagkerfisins og þessi þróun skapaði óánægju á vinstri vængnum sem gagnrýndi ójöfnuð og einkavæðingu í opinberri þjónustu. Fulltrúar Vinstri grænna voru andvígir stefnu ríkisstjórnar og litlir hópar aðgerðasinna fóru að myndast.[5]

Eftir röð mótmæla, náðist að útskúfa ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar í lok janúar 2009 og moka brautina fyrir nýja vinstri ríkisstjórn, fyrstu hreinu vinstri ríkisstjórn í sögu lýðveldisins.[6]

Vinstri græn voru hreinskilnir um stuðning við mótmælin þó þeir tækju ekki beinan þátt í þeim. Það var ekki fyrr en hrunið skall á með gríðarlegum afleiðingum að þeir fengu pólitískt tækifæri til að taka við stjórninni. Þetta var sameiginleg áskorun (e. collective challenge) ríkisstjórnar og landsmanna að bæta ástandið í þjóðfélaginu.[7]

Kannanir[breyta | breyta frumkóða]

Í alþingiskosningum árið 2007 vann Sjálfstæðisflokkurinn með 36,6% fylgi, næst á eftir var Samfylkingin með 26,8% fylgi og að lokum Vinstri græn með 14,3% fylgi, auk annarra flokka sem höfðu minna fylgi. Niðurstöður Markaðs- og miðlarannsókna (MMR), sem var framkvæmd 8. október árið 2008, sýndu miklar breytingar á fylgi flokkanna. Þetta var net- og símakönnun þar sem 2464 einstaklingar á aldrinum 18 til 67 ára svöruðu. Hún leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokkurinn hafði misst mesta fylgið af öllum flokkunum en fylgi mældist um 27,8%, Samfylkingin var stöðug en bætti við sig fylgjendum og mældist 27,3% en Vinstri græn juku fylgi sitt um 12,86% og voru komin í forystu með 29% fylgjendur.[8]

Í fyrsta skipti í sögu Íslands mældust Vinstri græn með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn, samkvæmt könnun Gallups 29.10.2008, þá kom einnig í ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hafði ekki mælst með minna fylgi síðastliðin 15 ár. Samfylkingin kom best út úr könnuninni með 31%, Vinstri græn 27% og Sjálfstæðisflokkurinn 26%. Þessi könnun var tekin í kjölfarið að stjórnvöld tilkynntu að ríkið tæki yfir þrjá fjórðu af Glitni en á þessum tímapunkti voru allir þrír viðskiptabankar Íslands komnir í þrot og viðræður voru hafnar við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.[9]

Capacent gerði könnun fyrir Morgunblaðið um fylgi flokkanna í lok október 2008 og niðurstöður gáfu til kynna að Samfylkingin missti fylgi til Vinstri grænna en bætti við sig fylgjendum þar sem þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn í kosningum árið 2007 virtust vilja sjá Samfylkinguna í ríkisstjórn frekar en Sjálfstæðisflokkinn. Mögulega væri þó hægt að mynda þrenns konar meirihlutastjórnir. Samfylkingin gæti myndað ríkisstjórn með meirihluta hvort sem væri með Sjálfstæðisflokknum eða Vinstri grænum, en Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn hefðu einnig getað myndað meirihluta stjórn.[10]

Samkvæmt könnunum MMR sem var gerð þann 8. desember 2008, töldu 55,4% að boðskapur mótmæla og borgarafunda undanfarinna vikna, endurspeglaði viðhorf meiri hluta þjóðarinnar. Þar kom einnig fram að 80% svarenda voru andvígir ríkisstjórninni.[11]

Ákall um kosningar[breyta | breyta frumkóða]

Í alþingiskosningum 25. apríl 2009 náði minnihlutastjórn Jóhönnu Sigurðardóttur meirihluta á Alþingi ásamt Vinstri græn. Auk þingmanna Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sátu tveir utanþingsráðherrar í stjórninni, en báðir létu þó af embætti á miðju kjörtímabili.[12] Var þetta fyrsta hreina vinstri stjórnin sem hafði verið mynduð.

Fylgistap Sjálfstæðisflokksins í þessum kosningum var hið mesta í sögu flokksins, Framsóknarflokkurinn kom í veg fyrir að þurrkast út með nýrri og breyttri forystu. Íslenska flokkakerfið er breytilegt og hefur að geyma pláss fyrir fimmta, jafnvel sjötta flokkinn á þingi ásamt fjórum meginflokkum (XD, XS, XB, VG). Borgarahreyfingin, flokkur stofnaður af hópi mótmælenda komst yfir fimm prósenta þröskuldinn og náði í fjögur af 63 sætum þingsins.[13]Eitt af meginmarkmiðum nýrrar ríkisstjórnar var að endurskoða stjórnarskrána í því skyni að koma í veg fyrir endurtekið hrun. Einnig að finna leið til þess að takast á við lagaleg, félagsleg og fjárhagsleg vandamál sem fjölskyldur og fyrirtæki glímdu við eftir efnahagshrunið. Mjög misjafnar skoðanir voru á því, bæði af hálfu almennings og þingmanna, hvort þeim hefði tekist vel til að leysa úr vandamálum í kjölfar efnahagshrunsins.[14] Almenningur þótti taka langan tíma að koma málum á réttan veg og láta stjórnmálamennina, útrásarvíkingana og bankamennina axla ábyrgð. Það var hugsað mikið til þarfa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, banka og fyrirtækja á meðan skuldir almennings hækkuðu. [15]

Tilkoma pólitískra tækifæra[breyta | breyta frumkóða]

Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs setti sér mjög háleit markmið. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var ekki aðeins lögð áhersla á endurreisn efnahagslífsins, heldur var markið sett á að byggja upp nýtt Ísland. Með þessu var ríkisstjórnin að einhverju leyti að bregðast við kröfum mótmælenda þá um veturinn.

Í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar var talað um að auka lýðræði, jöfnuð og gegnsæi. Unnið var eftir nýjum siðareglum í stjórnarráðinu og einnig vildu þeir setja velferðarvakt sem kannaði hvaða leiðir væri hægt að notast við til þess að fylgjast með félagslegum afleiðingum bankahrunsins og hvað væri hægt að gera til þess að mæta þeim vanda.

Stjórnarsáttmálinn kvað á um endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins. Kveðið yrði á um:

a) Að auðlindir væru í þjóðareign.

b) Sett yrði ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur.

c) Aðferð við breytingar á stjórnarskrá með sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þá var talað um að lög yrðu sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings

Aðrar stórar breytingar sem rætt var um í stjórnarsáttmálanum var ákvæði um endurskipulagning fjármálastofnana

Breytingar á stöðu íslands á alþjóðavettvangi.

Þá einsetti stjórnin sér að endurskipuleggja og endurreisa fjármálakerfið.

Auk markmiða um endurskipulagningu stjórnsýslu og breytingar á íslensku samfélagi var endurreisn efnahagslífsins með aðgerðum í þágu heimila og atvinnulífsins fyrirferðarmikil í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar. Skoða alþjóðasamninga og hugsanlegt Evrópusamstarf. Stjórnin skilgreindi sig mjög íhaldssamri, með ábyrgri stefnu í efnahags- og ríkisfjármálum sem horfir einnig á félagsleg gildi, jöfnuð, kvenfrelsi og réttlæti.[16]

Eftirmálar[breyta | breyta frumkóða]

Það má segja að bylting hafi orðið í stjórnmálum í kjölfar þessa, og ýmsir nýir flokkar með áherslu á réttindi og hagsmuni almennings spruttu upp. Besti flokkurinn bauð sig fram árið 2010 í borgarstjórnarkosningum Reykjavíkur undir slagorðinu ,,allskonar fyrir aumingja”. Flokkurinn vann kosningarnar með leikarann Jón Gnarr í fararbroddi, og úr varð bandalag Besta flokksins og Samfylkingarinnar. Athygli vakti að Besti flokkurinn var yfirlýstur grínflokkur og stofnaður meðal annars til þess að hæðast að hefðbundnum stjórnarflokkum á Íslandi og hversu fráleitar kappræður á Alþingi væru. [17]

Vinsældir Vinstri grænna dalaði þegar þeir voru við völd á tímabilinu á árunum 2009-2013, þar sem þeir unnu við að leiðrétta og laga það sem illa fór hjá síðustu ríkisstjórn, og var það ljóst að það væri ekki til vinsælda þar sem skattar voru hækkaðir til að ná ríkinu á réttan kjöl á ný. [18] Þó að ríkisstjórnin stóð frammi fyrir stjarnfræðilegum erfiðleikum í uppbyggingu á niðurbrotnum efnahagi, þá var það meðferð ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu sem fyrst graf undan trúverðugleika sínum í augu kjósenda. [19] Á þessum tíma þótti almenningi aðalskylda ríkisstjórnarinnar vera að koma í veg fyrir að skuldir ríkisins vegna Icesave málsins myndi falla á skattgreiðendur. Ríkisstjórnin vildi að þjóðin myndi taka ábyrgð og þarafleiðandi greiða þessa skuld.[20]

Vinstri ríkisstjórnin deildi um ýmis álitamál við Evrópusambandið við gerð fyrri Icesave samningsins. Ríkisstjórnin var á því máli að samningurinn var háttaður með ólögmætum hætti þar sem erlend öfl væru að baki. Evrópusambandið var með alþjóðlega nálgun á lausn vandans, leiðbeiningar hvernig ríkisstjórnin ætti að bregðast við ástandinu. Þjóðin sakaði ríkisstjórnina um að vernda ekki hagsmuni og efnahagslega velferð Íslendinga með því að láta undir kúgun erlendis frá, líkt og samningaviðræður við Evrópusambandið, þeim þótti það brot á þjóðarvitund Íslendinga á síð-nýlendutímanum (e. post-colonial).[21]

Þjóðaratkvæðisgreiðslan var lýðræðisleg aðferð til þess að fá niðurstöður í Icesave málinu. Almenningur gat kosið um hvort hann vildi borga Icesave skuldina eða ekki. Þetta var erfið ákvörðun þar sem ekki var vitað hversu alvarlegar afleiðingar gætu komið ef þjóðin skyldi neita að borga skuldina. Tillögur að Íslendingar borgi skuldina var studd af yfirgnæfandi meirihluta þingmanna en þjóðin barðist gegn þeim tillögum og vildu þeir ekki taka á sig þessa skuld. Forsetinn neitaði að lokum að skrifa undir þessi lög og gaf þjóðinni val á að kjósa um þetta málefni. Margir þingmenn voru ósáttir með ákvörðun forsetans að leggja þetta undir almenning þar sem alþingismenn hefðu tekið margar umræður um þetta málefni og komist að lýðræðislegri niðurstöðu.[22]

Meginrök þingmanna gegn ákvörðun forseta Íslands, var að umræðan um málefnið hafði farið í gegnum vandað ferli og lagafrumvarpið naut stuðnings yfirgnæfandi meirihluta þingmanna. Forsetinn hafði þannig ekki einungis tekið fram fyrir hendur kjörnum fulltrúum þingsins, heldur stefnt máli sem hafði verið álitið að hefði verið búið að ná tökum eftir langt stríð í áhættusaman farveg dómsmála.[23]

Ríkisstjórnin útskýrði að enginn út fyrir landsteinana sýndi Íslendingum stuðning hvað varðar Icesave, ekki einu sinni Norðurlöndin voru tilbúin til að hlusta á rök Íslendinga varðandi Icesave. Ef Ísland hefði ekki tekið á sig ábyrgð fyrir Icesave, hefði Ísland ekki lengur verið talið sem nútíma ríki, alþjóðlega viðurkennt sem jafnt öðrum og hefði einangrast og þyrfti að lifa eingöngu á landbúnaði og sjávarútvegi sínum. Þessi undirritun hafði alvarleg áhrif á pólitísku sjálfsmynd Íslendinga þar sem það er erfitt fyrir Íslendinga að gefa undan erlendum þrýstingi. Ríkisstjórnin lét eftir þjóðinni og gat því ekki sætt sig við þessa skilmála og sendi í stað þess fulltrúa til London og Den Haag til að endursemja skilmála.[24]

Vinstriflokkarnir sem voru við stjórn voru þungt refsað í kosningunum árið 2013. Stuðningur við þá byrjaði að versna þegar þeir reyndu fyrst að ýta Icesave samkomulagi við Breta og Hollendinga í gegnum Alþingi í lok 2009. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn ákvað að styðja við seinna Icesave samkomulag ríkisstjórnar Samfylkingunnar og Vinstri Grænna byrjaði fylgi þeirra einnig að falla, en Framsóknarflokkurinn, sá eini sem barðist kröftuglega gegn samkomulaginu, ók fylgið sitt í skoðanakönnunum þegar EFTA dómstólinn í byrjun 2013 hreinsaði Ísland um ranglæti gagnvart Bretlandi og Hollandi.[25] Vinsældir vinstri grænna dvínuðu á stjórnartímabili þeirra 2009-2013 að sökum þeirra aðgerða sem nauðsynlegar voru til þess að leiðrétta efnahagskerfið líkt og skattahækkanir sem styrktu ekki fylgi þeirra.[26] Á ríkisstjórnartímabili Samfylkingunnar og Vinstri Grænna árin 2009-2013 höfðu skuldir ríkissjóðs hækkað og undir lok kjörtímabilsins voru þær orðnar hærri en strax eftir efnahagshrunið.[27]

Glötuð tækifæri[breyta | breyta frumkóða]

Eftir bankakreppuna reyndi vinstri stjórnin í sameiningu við þjóðina að búa til hið ,,nýja-Ísland”, sem var að þróast út frá rústum hrunsins. Forsetinn heimilaði þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þjóðin ætti að borga Icesave eða ekki. Ríkisstjórnin náði ekki að fá þjóðina til þess að borga skuldina og andstaða þjóðarinnar gegn Evrópusambandinu jókst með tímanum. Að lokum var stöðvað aðildarviðræðurnar. [28]

Í aðdraganda alþingiskosninga árið 2013, var met framboða flokka, 13 samtals í öllum sex kjördæmum landsins. Sveiflurnar í íslenskum stjórnmálum sást mögulega best þegar tveir nýjir flokkar, Píratar og Björt framtíð tóku þátt í kosningunum árið 2013 sem náðu að fara yfir fimm prósenta þröskuldinn. Þrátt fyrir að það var metfjöldi af kjósendum sem kusu hinu óhefðbundna flokka þá stóðust hinir hefðbundnu flokkar áskoranir kosninganna. Í kosningunum 2013 voru byltingaröflin úr búsahaldabyltingunni voru nánast horfin fjórum árum seinna.

Í alþingiskosningum vorið 2013 sem leiddi á ný mið-hægri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, sem komu í staðinn fyrir ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna. Nýja ríkisstjórnin átti að vera fyrirmynd breytinga frá kreppu stjórnmála og samfella af hefðbundinni hagstjórn. Það átti að fara í efnilega skuldalausn heimila og klippa á skatta og styðja við nýjar verksmiðjur í dreifbýli og á sama tíma lækka leigukostnað til sjómanna sem mögulega markaði upphaf nýrrar hagsveiflu og uppsveiflu sem enn einkennir hagkerfi Íslands.[29]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Durrenberger, E. P., & Gísli Pálsson. (2015).
 2. Ráðuneyti og löggjafarþing. (n.d.).
 3. http://www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/radherrar-og-raduneyti-1904-2010/raduneyti-og-loggjafarthing/]]
 4. http://www.althingi.is/xml/138/spoluskjol/2009-12-15-Timi-15.00.xml
 5. Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía Víkingsdóttir (2016).
 6. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 7. Jón Gunnar Bernburg og Anna Soffía Víkingsdóttir (2016).
 8. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/12/05/vilja_nyja_stjornmalaflokka
 9. http://eyjan.pressan.is/frettir/2008/10/30/ny-konnun-gallup-vinstri-graen-med-meira-fylgi-en-sjalfstaedisflokkur/[óvirkur tengill]
 10. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=287147&pageId=4203575&lang=is&q=fylgi%20Sj%E1lfst%E6%F0isflokki%20Sj%E1lfst%E6%F0isflokkur
 11. http://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur?start=336
 12. http://www.althingi.is/thingmenn/althingismannatal/radherrar-og-raduneyti-1904-2010/raduneyti-og-loggjafarthing/
 13. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 14. https://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/9044/9781607323358.pdf?sequence=1[óvirkur tengill]
 15. Durrenberger, E. P., & Gísli Pálsson. (2015).
 16. http://www.stjornarrad.is/Stefnuyfirlysing/nr/303
 17. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 18. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2017. Sótt 12. mars 2017.
 19. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 20. http://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=141&lidur=lid20130311T103121
 21. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 22. Jón Ólafsson. (2014). Rökræðulýðræði verður stofnanalýðræði: Er hættulegt að færa vald til almennings? Athugasemdir við grein Vilhjálms Árnasonar „Valdið fært til fólksins?“. Bls 119-142. Stjórnmál og stjórnsýsla.
 23. Jón Ólafsson. (2014). Rökræðulýðræði verður stofnanalýðræði: Er hættulegt að færa vald til almennings? Athugasemdir við grein Vilhjálms Árnasonar „Valdið fært til fólksins?“. Bls 119-142. Stjórnmál og stjórnsýsla.
 24. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 25. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 26. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. mars 2017. Sótt 12. mars 2017.
 27. http://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=141&lidur=lid20130311T103121
 28. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.
 29. Eiríkur Bergmann. (2014). Iceland and the international financial crisis: boom, bust and recovery. London: Palgrave Macmillan.