Notandi:Magnús Stefánsson/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Icesave mótmælin[breyta | breyta frumkóða]

Icesave mótmælin urðu til vegna óánægju almennings á Íslandi með þá samninga[1]sem til stóð að gera við Breta um að íslenska ríkið og íslensk þjóð myndu greiða Bretum og Hollendingum skaðabótagreiðslur vegna svonefndra Icesave-reikninga Landsbanka Íslands [2] í Bretlandi og Hollandi.

InDefence[breyta | breyta frumkóða]

Hópur einstaklinga, sem gekk undir nafninu InDefence [3], vakti fyrst athygli á þeim gríðarlegu skuldbindingum[4], sem þessir samningar myndu hafa í för með sér fyrir íslenska þjóð. Almenningi ofbauð ranglæti þessara fyrirhuguðu samninga og upp spruttu hópar sem boðuðu mótmælaaðgerðir.

Mótmælin sjálf[breyta | breyta frumkóða]

Mótmæli voru skipulögð og sögðu skipuleggjendur að þau myndu halda áfram þar til Alþingi hefði tekið Icesave samningsdrögin fyrir. Hátt í þúsund manns [5] söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið þann 8. júní og þrátt fyrir að mótmælin hefðu að mestu farið friðsamlega fram að þá voru 5 handteknir fyrir að óhlýðnast lögreglu.

Hópur fólks ruddist inn í Fríkirkjuveg 11 í mótmælaskyni og hrópaði: „Húsið er okkar“ og dró gulan fána að húni. Daginn eftir mættu um hundrað manns á Austurvöll til að mótmæla. Mótmælin héldu áfram þó þau væru almennt frekar fámenn, svo sem þann 15. júní en þá mynduðu mótmælendur hávaða með því að berja í potta og pönnur. Þann 16. júní höfðu 1.000 manns boðað komu sína á Austurvöll. Einstaklingar, eins og Frosti Sigurjónsson[6] nýttu sér einnig fjölmiðla til þess að vekja almenning til meðvitundar um hvað samningar þessir myndu þýða með slagorðum eins og „Milljón í verðlaun...“[7] Þann 19. október 2009 skrifaði ríkisstjórn Íslands[8] undir samning um greiðslur vegna tjóns af völdum Icesave ásamt fulltrúum Breta og Hollendinga. Hópur fólks stóð fyrir mótmælum þann 21/11 fyrir utan Stjórnarráð Íslands[9] og síðan voru mótmælin flutt yfir á Austurvöll. Þar héldu mótmælin áfram þann daginn. Síðan voru fyrirhuguð mótmæli aftur á Fullveldisdaginn þann 1. des. Rauður vettvangur boðaði til mótmæla þann 30. desember 2009 á Austurvelli[10] og einnig fyrir utan Bessastaði 31. desember[11].

Ítarlegra um hvað gerðist í hverjum mótmælum fyrir sig[breyta | breyta frumkóða]

Þann 8. Júní 2009 boðaði fólk komu sína á Austurvöll í þeim tilgangi að mótmæla Icesave samningunum. Mótmælin voru boðuð eftir að Steingrímur J. Sigfússon hafði flutt skýrslu um samningana á Alþingi. Margir börðu með pottum og pönnum sem sköpuðu mikil læti. Mikill erill var á fólki og þurfti lögreglan að handtaka fimm einstaklinga sem sinntu ekki fyrirmælum lögreglu. Mörg skilti voru á lofti en á flestum þeirra stóð „Iceslave“. [12]

Haldið var áfram mótmælum nokkrum dögum seinna en þann 11. Júní kom saman til að mótmæla Icesave samningunum og slógu Hagsmunasamtök heimilanna upp tjöldum og buðu uppá heitt kakó. Mótmælin voru friðsæl en Þorvaldur Þorvaldsson, sagði að tjöldin væru komin til að vera og útilokaði hann ekki að tjaldbúarnir myndu halda kyrrt fyrir á svæðinu yfir nóttina og jafnvel fleiri nætur. Ekkert var reyndar úr því.[13]

Í framhaldi var boðað á fleiri mótmælafundi og voru næstu mótmæli áætluð 13. Júní á Austurvelli. 29.000 manns höfðu boðað komu sína á Facebook. En samkvæmt lögreglu og blaðamönnum sem voru í miðbænum höfðu einungis örfáir einstaklingar safnast saman til að mótmæla.[14]

Þann 17. Júní var Þáverandi Forsætisráðherra Íslands að ávarpa þjóðina á Austurvelli til þess að fagna sjálfstæðisafmæli íslendinga. En 10 - 15 manns voru komin saman til að mótmæla og hrópuðu að forsætisráðherra þegar hún var að fjalla um Icesave-samningana.[15]

20. Júní var boðað til mótmæla á Akureyri þar sem krafist var um að dómsvöld myndu taka vel á "hvítflibbaglæpamönnum".[16] Á Austurvelli voru svo mótmæli á vegum Raddir fólksins. Um 400 manns tóku þátt í þeim mótmælum og var krafist þess að Icesave-samningurinn yrði stöðvaður og eins og á Akureyri krafist um að betur yrði tekið á "hvítflibbaglæpamönnum".[17]

Þann 27. Júní var áætlað að um 300 manns hafi komið saman á Austurvelli til að mótmæla Icesave-samningunum. Mótmælin voru skipulögð af Röddum fólksins. Mótmælendur létu vel í sér heyra og margir mættu með flautur, trommur og gong. [18]

23. Júlí fyrir utan Alþingishúsið. Þar var boðað til frekari mótmæla þann 24. Júlí fyrir framan sýsluskrifstofur landsins. Hópur sem kallaði sig „Börn Íslands“ skipulögðu þessi mótmæli.[19]

Þann 13. Ágúst var fólk aftur komið saman á Austurvelli þar sem boðið var til samstöðufundar. Fólk var með tunnur og héldu á spjöldum og ýmsum fánum.[20]

Á milli 70 – 80 manns komu saman á Austurvelli 30. Desember. Enginn átök urðu en stóðu mótmælin fram á kvöld. Bílflautur voru þeyttar og flugeldum var skotið upp. Kveiktu mótmælendur eld en lögreglan var ekki lengi að slökkva í honum.[21]

Næst kom svo til mótmæla á Bessastöðum en þar mættu hátt í þúsund manns til þess að krefja Ólaf Ragnar Grímsson þáverandi forseta Íslands að synja nýsamþykktum Icesave lögum á Alþingi. Kveikt var í blysum en annars voru mótmælin friðsamleg.[22]

Ríkisstjórnin[breyta | breyta frumkóða]

Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi þann 30. desember með 33 atkvæðum gegn 30. Þrátt fyrir það fór það svo að einungis á fjórða tug mótmælenda mættu fyrir utan Bessastaði á gamlársdag. Óljóst var hvort forsetinn myndi staðfesta lögin strax á ríkisráðsfundinum 2009 [23] eða hvort hann tæki sér tíma til umhugsunar.

Forsvarsmenn InDefence hópsins óskuðu eftir fundi með forsetanum[24] og var þeim sagt að þeir myndu verða boðaðir á slíkan fund. 46 þúsund manns höfðu þá skrifað undir áskorun þess efnis að Ólafur Ragnar staðfesti ekki lögin.

Forseti Íslands vísar lögunum áfram til þjóðarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Þann 5. janúar 2010 synjaði[25] forseti ÍslandsÓlafur Ragnar Grímsson, að staðfesta lögin og vísaði Icesave-lögunum, sem Alþingi hafði samþykkt þann 30. desember 2009 áfram til þjóðarinnar til staðfestingar eða synjunar. Eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var ljóst að það var þá frumskylda ríkisstjórnarinnar, samkvæmt stjórnarskránni. að undirbúa og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðaratkvæðagreiðslan[breyta | breyta frumkóða]

Þann 6. mars 2010 fór svo fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem eftirfarandi spurning var lögð fyrir íslensku þjóðina: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?"

Alþingi göturnar[breyta | breyta frumkóða]

Boðað var til mótmælaaðgerða á kosningadag, þann 06. mars og skyldu mótmælin hefjast á kröfugöngu. Mótmælendur gengu niður Laugaveginn og endaði svo gsngan fyrir framan Alþingi Íslendinga. Þar var haldin útifundur, þar sem krafan var að þjóðin myndi hafna lögunum. Um eitt þúsund manns söfnuðust saman á Austurvelli, þar sem Alþingi götunnar var sett. Þau samtök sem stóðu að mótmælafundinum á Austurvelli, voru til dæmis Hagsmunasamtök heimilanna, Nýtt Ísland og Siðbót. Þarna voru settar fram yfirlýsingar um að Alþingi götunnar myndi berjast fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og fleiri málum. Alþingi götunnar lýsti einnig yfir andstöðu við samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þarna mátti sjá skilti þar sem Icesave-samningum var mótmælt. 

Mótmæli í Osló[breyta | breyta frumkóða]

Mótmælin fóru ekki bara fram á Íslandi, heldur tóku félagar í Attac Norge sér stöðu fyrir framan sendiráð Íslands í Osló í hádeginu, þann 06. 03. 2010, til að styðja þá Íslendinga sem kjósa nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Þeir héldu á borða sem  á stóð: Kjósum gegn skuldaþrælkun! AGS frá Íslandi! 

Þjóðin hafnar lögunum[breyta | breyta frumkóða]

Í þjóðaratkvæðagreiðslunni hafnaði[26] íslenska þjóðin umræddum lögum nr. 1/2010.

Heimildir
  1. https://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/verkefnum-lokid/adgerdir/icesave/nr/4576
  2. is.wikipedia.org/wiki/Landsbanki_Íslands
  3. https://is.wikipedia.org/wiki/InDefence
  4. http://www.mbl.is/media/27/1527.pdf
  5. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291294&pageId=4275459&lang=is&q=Icesave%20M%D3TM%C6LI%20Icesave
  6. https://frostis.is/um-frosta/
  7. http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/milljon-i-verdlaun-fyrir-ad-vera-med-mestan-havada-i-icesave-motmaelum-a-morgun
  8. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1315752/
  9. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/11/21/motmaela_icesave/
  10. http://raudurvettvangur.blog.is/blog/raudurvettvangur/entry/997935/
  11. http://www.visir.is/boda-til-motmaela-vid-bessastadi/article/2016160408972
  12. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291294&pageId=4275459&lang=is&q=Icesave%20M%D3TM%C6LI%20Icesave
  13. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/11/aetla_ad_sofa_i_tjoldunum/
  14. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/13/famenn_icesave_motmaeli/
  15. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/18/frammikoll_undir_raedu_radherra/
  16. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/19/boda_motmaeli_a_akureyri/
  17. http://www.visir.is/g/2009882846902/fleiri-en-300-manns-a-motmaelum
  18. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/06/27/nokkur_fjoldi_a_austurvelli/
  19. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/07/23/motmaeli_gegn_icesave_a_austurvelli/
  20. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/08/13/motmaeli_a_austurvelli/
  21. http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/12/30/motmaeli_a_austurvelli/
  22. http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=323547&pageId=5066213&lang=is&q=M%D3TM%C6LI%20Bessast%F6%F0um
  23. https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3897
  24. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1315752/
  25. http://www.visir.is/forsetinn-visar-icesave-logum-til-thjodarinnar/article/2010899803074
  26. http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/03/07/thjodaratkvaedagreidslan-oll-atkvaedi-hafa-verid-talin-taeplega-135-thusund-kjosendur-hofnudu-icesave-logunum/