Fara í innihald

Rauður vettvangur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rauður vettvangur er íslenskt félag sósíalista sem var stofnað árið 2008. Í stefnuskrá sinni segist félagið setja „sér það markmið að taka þátt í umsköpun þjóðfélagsins á Íslandi þannig að í stað kapítalismans rísi nýtt þjóðfélag þar sem lýðræði, jafnrétti, jöfnuður og mannréttindi allra verði í fyrirrúmi“ og telja „óhjákvæmilegt að mynda stjórnmálasamtök sem geta orðið baráttutæki fyrir fólkið í landinu gegn auðvaldsskipulaginu og afleiðingum þess“. Fyrsti formaður félagsins var Þorvaldur Þorvaldsson en á aðalfundi 2013 var Vésteinn Valgarðsson kosinn formaður.

Rauður vettvangur starfar meðal vinstrimanna þvert á flokkslínur. Starfsemin hefur einkum snúist um að gefa út efni og ályktanir, og halda útifundi, málfundi, ráðstefnur og leshringi. Þá hefur félagið tekið þátt í starfi með öðrum grasrótarfélögum, m.a. Alþingi götunnar og átt samstarf við Kommunistisk Parti í Danmörku og fleiri erlenda flokka.

Árið 2009 gaf félagið út starfsstefnuskrána „Sameiningarstefnuskrá fyrir Ísland 2009“, sem ætlað var að kortleggja eða forgangsraða verkefnum fyrir sósíalista á Íslandi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.