Norður-Jótland
Útlit
(Endurbeint frá Nordjylland)
Norður-Jótland (danska: Nordjylland) er hérað í Danmörku sem samanstendur af norðanverðu Jótlandi, eða því svæði sem liggur á milli Kattegat, Skagerrak og Norðursjávar. Það nær yfir meginhluta Himmerlands, norðanvert Krúnujótland, Mors og Jótland fyrir norðan Limafjörð (Nørrejyske Ø). Stærsta borg Norður-Jótlands er Álaborg.
Íbúar Norður-Jótlands eru frá og með 2008 578.839, en þar af búa 126.556 eða 21,86% í Álaborg. Norður-Jótland er fámennasta hérað Danmerkur. Íbúar Norður-Jótlands eru 9,64% af íbúafjölda Danmerkur.
Stærstu þéttbýli
[breyta | breyta frumkóða]Þetta er listi yfir stærstu þéttbýlisstaði Norður-Jótlands frá og með 2011.
Stærstu þéttbýli[1] | ||||
Nr | Þéttbýli | Íbúar | ||
---|---|---|---|---|
2011 | ||||
1 | Álaborg | 124.921 | ||
2 | Hjørring | 24.726 | ||
3 | Frederikshavn | 23.339 | ||
4 | Thisted | 13.005 | ||
5 | Brønderslev | 11.840 | ||
6 | Hobro | 11.635 | ||
7 | Nykøbing Mors | 9.154 | ||
8 | Sæby | 8.875 | ||
9 | Skagen | 8.515 | ||
10 | Aars | 8.010 | ||
11 | Støvring | 6.927 | ||
12 | Svenstrup | 6.751 | ||
13 | Hirtshals | 6.194 | ||
14 | Aabybro | 5.382 | ||
15 | Nibe | 5.043 | ||
16 | Hadsund | 5.040 |
Sveitarfélög
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða] Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.