Frederikshavn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Höfnin í Frederikshavn

Frederikshavn er hafnarbær á Norður-Jótlandi með 23.499 íbúa (2018). Frederikshavn fékk nafn sitt frá Friðriki 6. konungi Danmerkur og fékk bærinn kaupstaðarréttindi árið 1818. Mikil umferð fer um höfnina í Frederikshavn og fara ferjur þaðan meðal annars til Læsø, Gautaborgar, Larvik og Osló. Af þessum sökum er blómlegt verslunarlíf í bænum.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.