Nordalsíshús

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nordalsíshús var fyrsta íshúsið á Íslandi, stofnað árið 1894 og byggt í Reykjavík, Hafnarstræti 23. Stofnendur þess voru þeir Tryggvi Gunnarsson útgerðarmaður og þáverandi Vestur-Íslendingurinn Jóhannes Nordal.

Stofnun Nordalsíshússins kom til fyrir tilverknað samfunda Tryggva og Sigurðar J. Jóhannessonar frá Mánaskál. Þeir voru staddir á mannamóti í Reykjavík árið 1893, en þar var Sigurður vændur um að vera Vesturfaraagent sem þótti skammaryrði. Tryggvi tók þá upp hanskann fyrir hann og bað hann að sanna góðvild sína til Íslendinga með því að senda aftur íslenska menn til að koma til landins og kenna Íslendingum að útbúa íshús til að geyma í beitu og matvæli í frosti. Sigurður hafði þá milligöngu um að Ísak Jónsson og Jóhannes Nordal komu til landsins, en Jóhannes hafði farið til Ameríku árið 1887. Hann vann þar við að byggja íshús og frysta fisk, þar til hann fékk tilboð Sigurðar (að boði Tryggva) að snúa aftur heim og hafði þá með sér verðmæta þekkingu. Úr þessu samkrulli varð fyrirtækið til.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.