Nýja-Brúnsvík
Nýja-Brúnsvík (enska: New Brunswick, franska: Nouveau-Brunswick) er fylki í Austur-Kanada. Höfuðborgin heitir Fredericton en stærsta borgin er Moncton. Íbúafjöldi er u.þ.b. 773 þúsund (2019). Bæði enska og franska eru talaðar í fylkinu.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Nýja-Brúnsvík var eitt fjögurra svæða sem áður var hluti af breska héraðinu Kanada. Þar áður var það hluti af bresku nýlendunni Nova Scotia. Árið 1867 varð það sérstakt fylki innan ríkjasambandsins Kanada.
Nafn
[breyta | breyta frumkóða]Nafnið „Nýja-Brúnsvík“ má rekja til þýsku borgarinnar Brúnsvíkur í Saxlandi, Þýskalandi. Breski konungurinn Georg 1. rakti ættir sínar þangað.
Landafræði
[breyta | breyta frumkóða]Nýja-Brúnsvík er 72.908 ferkílómetrar að stærð. Fylkið á landamæri að Quebec í norðri, bandaríska fylkinu Maine í vestri og Nýja-Skotlandi í austri. Austan við Nýju-Brúnsvík er einnig fylkið Eyja Játvarðar prins og brú sem reist var 1997 tengir fylkin tvö.
Nyrsti hluti Appalasíufjalla er í Nýju-Brúnsvík. Hæsti punktur þar er Carleton-fjall (817 m). Þjóðgarðarnir Fundy-þjóðgarðurinn og Kouchibouguac-þjóðgarðurinn eru í fylkinu. Fundy-flói (e. Bay of Fundy) er við suðurströnd fylkisins en þar eru mestu sjávarföll í heimi.