Nanchang Changbei-alþjóðaflugvöllurinn
Alþjóðaflugvöllur Nanchang Changbei (IATA: KHN, ICAO: ZSCN) (kínverska: 南昌昌北国际机场; rómönskun:Nánchāng Chāngběi Guójì Jīchǎng) er flughöfn Nanchang höfuðborgar Jiangxi héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er eini flugvöllur Jiangxi héraðs sem býður upp á alþjóðlegar tengingar
Flugvöllurinn er staðsettur um 28 kílómetra norður af miðborg Yinchuan í bænum Lehua. Hann hefur tvær farþegamiðstöðvar. Hann meginflughöfn héraðsins Jiangxi.
Nanchang Xiangtang-flugvöllur, sem bæði var ætlaður almennu farþegaflugi og herflugi, var aðalflugvöllur Nanchang borgar frá 1957 til 1999. Ljóst var að árið 1996 gæti hann ekki tekið á móti meiri umferð. Árið 1996 hófust því framkvæmdir við Changbei flugvöll, sem upphaflega var hannaður fyrir tvær milljónir farþega á ári. Hann var opnaður árið 1999 og allt farþegaflug var fært frá Xiangtang flugvellinum, sem varð eingöngu ætlaður herflug.
Árið 2004 var Nanchang Changbei flugvöllur uppfærður í alþjóðaflugvöll. Farþegafjöldi hefur vaxið gríðarlega og því var völlurinn stækkaður mikið árið 2008. Frekari stækkun er fyrirhuguð meðal annars vegna tenginga við háhraðajárnbrautir, en hröð uppbygging þeirra í Kína hefur einnig dregið úr gríðarlegum vexti farþegaflugs.
Flugvöllurinn sem tók til starfa árið 1999, hefur vaxið mjög hratt. Árið 2018 afgreiddi flugvöllurinn um 13.5 milljón farþega og um 83.000 tonn af farmi.
Snarlest og strætisvagnar tengja flughöfnina við miðborg Nanchang.
Flugfélögin Air China, China Eastern Airlines, China Southern Airlines, Hainan Airlines og Sichuan Airlines, eru umsvifamest á flugvellinum. Flugvöllurinn er meginsafnvöllur fyrir lággjaldaflugfélagið Jiangxi Air sem er í eigu heimamanna. Alls starfa á flugvellinum 49 flugfélög.
Flugvöllurinn býður meira en 130 flugleiðir til innlendra og erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en einnig eru alþjóðaflug til Bangkok, Sihanoukville, Singapúr, Osaka, Nha Trang, Mílanó, Balí og fleiri borga.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Kínverskur vefur alþjóðaflugvallarins Nanchang Xiangtang Geymt 10 júlí 2007 í Wayback Machine
- Vefsíða Travel China Guide um Nanchang Xiangtang flugvöllinn.. Almennar upplýsingar, kort af flugvellinum, samgöngur almenningsvagna á flugvöllinn o.fl.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Nanchang Changbei International Airport“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. febrúar 2021.