Nafnskírteini (Ísland)

Íslensk nafnskírteini eru löggild skilríki gefin út af Þjóðskrá Íslands til íslenskra ríkisborgara. Nafnskírteini sem ferðaskilríki er hægt að nota innan Evrópska Efnahagssvæðisins og Schengen svæðisins, í stað vegabréfs.[1] Nafnskírteini eru sjaldgæf á Íslandi í dag og flestir nota ökuskírteini sem skilríki.[2] Þau hafa verið gefið út síðan 1965 en voru uppfærð í mars 2024.[3]

Fyrirtækið Auðkenni ehf. gefur út rafræn skilríki og árið 2022 höfðu 97% Íslendingar rafræn skilríki.[4]
Upplýsingar
[breyta | breyta frumkóða]Frá og með 6. mars 2024 hafa ný nafnskírteini verið gefin út í kreditkortastærð (ID-1 stærð) og eru gild í Evrópu.[5] Þau uppfylla ESB og ICAO 9303 stöðlum og eru véllesanleg (MRZ) og hafa snertilausa virkni samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Útlit nafnskírteinanna byggir á nýjum staðli frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) og er Ísland fyrsta landið í heiminum sem gefur út skilríki samkvæmt þessum nýja staðli.
Nýju kortin eru gild erlendis sem ferðaskilríki er hægt að framvísa innan Evrópska efnahagssvæðisins (þ.m.t. ESB), Sviss og önnur lönd í Evrópu í stað þess að framvísa vegabréfi. [6] Nafnskírteini eru rituð bæði á Íslensku og ensku. Gildistími nafnskírteina er 10 ár fyrir fullorðna og 5 ár fyrir börn.[7]

Sem ferðaskilríki
[breyta | breyta frumkóða]Íslenskir ríkisborgarar eiga rétt á að nota nafnskírteinið til að njóta ferðafrelsis innan EFTA, EES og Norðurlandanna.[6] Einnig eru íslensk nafnskírteini samþykkt sem ferðskilríki í Bosníu og Hersegóvína, Serbía, Albanía, Kosovo, Svartfjallaland, Norður-Makedóníu og Moldóvu.[7]
Vegna Norræna vegabréfsbandalagsins er Íslenskum ríkisborgurum heimilt að ferðast milli Norðurlandanna án þess að hafa í höndum vegabréf eða annað ferðaskilríki. Hins vegar verður norrænn ríkisborgari að geta sannað ríkisborgararétt sinn með viðunandi hætti.[8]
Nafnskírteini sem ekki er ferðaskilríki
[breyta | breyta frumkóða]Nafnskírteini sem ekki eru ferðaskilríki eru í boði fyrir fólk sem t.d. er hefur farbann eða hefur ekki afplánað dóma. Þau nafnskírtein tilgreina ekki íslenskt ríkisfang og eru ekki gild ferðaskilríki. Þau gagnast líka börnum á aldrinum 13-18 ára sem sækja um kort án leyfi forsjáraðila.[7]
Gert er grein fyrir nafnskírteini sem eru ekki ferðaskilríki með skilaboðum á bakhlið kortsins og upphafstafir kortanúmerisins er II
(í stað ID
fyrir nafnskírteini sem er ferðaskilríki)[9]
Útgáfa
[breyta | breyta frumkóða]Sótt er um nafnskírteini hjá sýslumönnum og íslenskum sendiráðum fyrir hönd Þjóðskrár Íslands.[7] Fyrir nafnskírteini sem ekki er ferðaskilríki fyrir börn undir 13 ára aldri þarf samþykki forsjáraðila. Fyrir nafnskírteini sem ferðaskilríki fyrir barn undir 18 ára aldri þarf einnig samþykki forsjáraðila.[7]
Umsækjendur þurfa að mæta á útgáfustað og framvísa löggildum skilríkjum.[10] Ef ekki er hægt að framvísa skilríkjum þurfa tvö vitni, yfir 18 ára aldri, að staðfesta auðkenni umsækjandans með skilríki.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Nafnskírteini sem ferðaskilríki | Þjóðskrá“. skra.is. Sótt 21. mars 2024.
- ↑ „Digital driving licence only valid in Iceland | Ísland.is“. island.is (enska). Sótt 15 júní 2023.
- ↑ „Fá nafnskírteinin nýtt hlutverk?“. Skilriki.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 15 júní 2023. Sótt 15 júní 2023.
- ↑ Auðkennisappið, rafræn skilríki - Tengjum ríkið 2022 (enska), sótt 15 júní 2023.
- ↑ „Security of Icelandic ID cards | Þjóðskrá“. www.skra.is. Sótt 9. mars 2024.
- ↑ 6,0 6,1 Icelandic Parliament (8 júní 2023). „Lög um nafnskírteini“.
- ↑ 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 „Spurt og svarað | Þjóðskrá“. skra.is. Sótt 5. mars 2024.
- ↑ „Den nordiska passkontrollöverenskommelsen | Nordic cooperation“. www.norden.org (sænska). Sótt 16 júní 2023.
- ↑ „Security of Icelandic ID cards | Þjóðskrá“. www.skra.is. Sótt 8. mars 2024.
- ↑ „ID card | Þjóðskrá“. www.skra.is. Sótt 13 júní 2023.