Fara í innihald

Nýtt líf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Nýtt líf
DVD hulstur
LeikstjóriÞráinn Bertelsson
HandritshöfundurÞráinn Bertelsson
FramleiðandiJón Hermannsson
Nýtt líf sf
LeikararEggert Þorleifsson

Karl Ágúst Úlfsson
Elva Ósk Ólafsdóttir
Runólfur Dagbjartsson
Eiríkur Sigurgeirsson
Sveinn Tómasson

Guðrún Kolbeinsdóttir
Frumsýning1983
Lengd84 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkKvikmyndaskoðun L
FramhaldDalalíf

Nýtt líf er íslensk gamanmynd sem að var frumsýnd þann 30. september 1983. Kvikmyndin er önnur kvikmynd Þráins Bertelssonar sem var einnig handritshöfundur. Myndin er fyrsta kvikmyndin í þríleiknum um Danna og Þór. Í þessari mynd reyna þeir fyrir sér í fiskiðnaðinum. Aðalhlutverkin leika þeir Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson.

Tökur hófust í Heimaey, Vestmannaeyjum þann 21. mars 1983 og lauk um miðjan maí.[1] Kvikmyndin er ein vinsælasta kvikmynd Íslandssögunnar og voru gefnar út tvær framhaldsmyndir, Dalalíf árið 1984 og Löggulíf árið 1985.

Tónlistin í myndinni er meðal annars leikin af hljómsveitinni Tappa Tíkarass, með söngkonuna Björk Guðmundsdóttur í fararbroddi.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Matsveinninn Daníel, leikinn af Karli Ágústi Úlfssyni og veitingaþjónninn Þór, leikinn af Eggerti Þorleifssyni eru reknir af Hótel Sögu vegna ruddalegrar framkomu við matargest. Þeir ákveða því að söðla um og byrja „nýtt líf“ - í Vestmannaeyjum. Þeir sigla undir fölsku flaggi og ráða sig í vinnu hjá stærsta fiskvinnslufyrirtækinu í Eyjum, þar sem þeir kynnast m.a. Víglundi verkstjóra, („Þú ert kallaður Lundi, er það ekki?“), bónusvíkingnum Axel, Ungfrú Snæfells- og Hnappadalssýslu, Maríu Lundadóttur og skipstjóranum hjátrúarfulla, sem og fjölmörgum öðrum ógleymanlegum persónum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 20. júní 2024.
  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.