Sigla himinfley
Útlit
Sigla himinfley er íslensk fjögurra þátta leikin sjónvarpsþáttaröð búin til af Þráni Bertelssyni og frumsýnd á RÚV haustið 1994. Þættirnir fjalla um líf áhrifamikillar fjölskyldu í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Með aðalhlutverk fara Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Gísli Halldórsson, Kristbjörg Kjeld, Ingvar E. Sigurðsson og Valdimar Örn Flygenring.