Prison Break

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prison Break
Lógó þáttaraðarinnar
TegundSpenna
Glæpir
Hasar
Búið til afPaul Scheuring
LeikararDominic Purcell
Wentworth Miller
Amaury Nolasco
Marshall Allman
Wade Williams
Paul Adelstein
Robert Knepper
Rockmond Dunbar
Sarah Wayne Callies
William Fichtner
Jodi Lyn O'Keefe
TónskáldRamin Djarawadi
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Spænska
Fjöldi þáttaraða4
Fjöldi þátta81
Framleiðsla
Lengd þáttar42 mín.
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFOX
Myndframsetning480i (SDTV)
720i (HDTV)
1080i (HDTV)
Hljóðsetning Dolby Digital
Sýnt29. ágúst 200524. maí 2009
Tenglar
Vefsíða
IMDb tengill

Prison Break er bandarísk þáttaröð. Prison Break eru spennu og hasar sjónvarpsþættir sem voru frumsýndir þann 29. ágúst árið 2005. Þættirnir snúast um tvo bræður, einn þeirra hafði verið ranglega dæmdur til dauða, og hinn sem er snillingurinn, hefur hugsað sér mjög vandaða áætlun til að hjálpa honum að komast úr fangelsinu. Þættirnir voru hugarfóstur Pauls Scheuring og eru framleiddir af framleiðslufyrirtækinu Adelstein-Parouse Productions í samvinnu við Original Television og 20th Century Fox Television. Framleiðendur þáttana eru Scheuring, Matt Olmstead, Kevin Hooks, Marty Adelstein, Dawn Olmstead, Neal H. Moritz og Brett Ratner. Þematónlist þáttana er eftir Ramin Djawadi, sem var tilnefnd til Emmy-verðlauna árið 2006.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

  • Dominic Purcell sem Lincoln Burrows (1. þáttaröð–núverandi): Lincoln er utangarðs í háskóla og sakfelldur afbrotamaður, sem var ranglega ásakaður fyrir morðið á Terence Steadman, bróður varaforseta Bandaríkjana.
  • Wentworth Miller sem Michael Scofield (1. þáttaröð–núverandi): Michael er bróðir Lincolns og vann sem samsettingarverkfræðingur áður en hann fórnaði öllu fyrir mál bróður síns. Til að bjarga lífi bróður síns, býr Micael til vandað plan til að hjálpa bróðir hans að komast úr fangelsinu.
  • Robin Tunney sem Veronica Donovan (1. þáttaröð–): Veronica var vinkona Michaels og Lincolns í barnæsku og ákveður að rifja upp mál Lincolns til að hjálpa þeim. Hún verður lögfræðingur Lincolns.
  • Marshall Allman sem L.J. Burrows (1. þáttaröð–): L.J. er unglingur sem er sonur Lincolns Burrows og er mjög hrærður eftir að pabbi hans var dæmdur. Hann er neyddur til þess að vera á flótta eftir að hann verður skotmark þeirra sem vildu drepa Lincoln.
  • Amaury Nolasco sem Fernando Sucre (1. þáttaröð–núverandi): Sucre og Michael mynda á milli sín vinskap í Fox River fangelsinu, þar sem þeir deila klefa. Hann verður bandamaður Michaels og Lincolns. Afbrotsaga persónunnar hans er einfaldlega ósk hans að geta verið með kærustunni sinni og þurfti að stela peningum úr búð einni til að geta borgað fyrir kærustu sína.
  • Robert Kneeper sem Theodore „T-Bag“ Bagwell (1. þáttaröð–núverandi): T-Bag kemur fram í öllum fjórum þáttaseríunum sem slyngur ofbeldismaður. T-Bag mengar líka alltaf andrúmsloftið í kringum hann.
  • Peter Stormare sem John Abruzzi (1. þáttaröð–2. þáttaröð): Hann var leiðtogi í mafíu frá Chicago. Hann fellst á flóttaáætlun Michael í skiptum fyrir staðsetningu sjónarvotts glæpa hans, Otto Fibonacci. Hann birtist stöðugt í fyrri helming fyrstu seríu.
  • Rockmond Dunbar sem Benjamin Miles „C-Note“ Franklin (1. þáttaröð–2. þáttaröð): Sem vonlaus fjölskyldumaður kúgar C-note fé af Michael til ganga í liðið sem ætlar að flýja fangelsið.
  • Wade Williams sem Brad Bellick (1. þáttaröð–4. þáttaröð): Bellick var í fyrstu yfir fangavörðum Fox River fangelsinsins. Síðar fórnar hann sér fyrir liðið.
  • Sarah Wayne Callies sem Sara Tancredi (1.–2. þáttaröð og 4. þáttaröð– ): Sara er læknir Fox River fangelsisins og dóttir ríksitsjórans Frank Tancredi, sem er inn í söguþráði Lincolns sem fær hann til að fara í fangelsið Fox River. Hún byrjar að líka vel við Michael og verður fyrsta ástin hans. Hún hjálpar þeim að brjótast út og er með þeim á flótta.
  • Paul Adelstein sem Paul Kellerman (1.–2. þáttaröð): Kellerman var kynntur sem leynifulltrúi varaforsetans til að ganga fram á það að Lincoln Burrows verði drepinn. Að lokum verður persóna hans bandamaður Michaels og Lincolns.
  • William Fichtner sem Alexander Mahone (2. þáttaröð–núverandi): Kom fram sem FBI maður í annari seríu. Verkefni Mahones var að drepa alla þá er flúðu úr fangelsinu. Hann endaði með þeim í fangelsinu í Sona og var svo neyddur til þess að verða bandamaður Michaels í fjórðu seríu.
  • Chris Vance sem James Whistler (3. þáttaröð): Whistler kom fram í Sona fyrir ákærðu á morðinu á syni forsetans.
  • Jodi Lyn O‘Keefe sem Gretchen Morgan (3. þáttaröð–núverandi): Kynnt sem „Susan B. Athony“ því að hún er einkanjósnari fyrir „The Company“ til að tryggja það að James Wistler komist úr Sona.
  • Danay Garcia sem Sofia Lugo (3. þáttaröð–núverandi) Sofia kom til sögunnar í þriðju seríu sem kærasta James Whistlers.
  • Michael Rapaport sem Don Self (4. þáttaröð–núverandi): Kynntur í seríu 4, Self er einkaaðili fyrir „ Homeland Security“ sem gerir liðið með markmiðið að taka niður „The Company“.

Þáttaraðir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð inniheldur 22 þætti og fjallar um björgun Lincoln Burrows (Dominic Purcell), sem að er ákærður fyrir morðið á Terrence Steadman (Jeff Perry), bróður varaforseta Bandaríkjanna. Fyrir það er Lincoln dæmdur til dauða. Bróðir Lincolns, Michael Scofield (Wentworth Miller), er búinn að finna upp mjög vandaða áætlun til að koma bróður hans úr fangelsinu, Fox River. Til að áætlunin gæti virkað þá þarf Michael að játa á sig þjófnað og var því dæmdur í fimm ára fangelsi. Til þess að þetta gæti allt gengið upp þurftu þeir að vera fljótir til að safna saman liði bæði með öðrum föngum og starfsmönnum Fox Rivers. Ein manneskja ákveður að hjálpa þeim. Það er læknir fangelsisins Sara Tancredi (Sarah Wayne Callies). Saman kemst liðið út með vandaðri áætlun Michaels.

Önnur þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Önnur þáttaröð inniheldur 22 þætti og byrjar átta tímum eftir að þeir fara frá fangelsinu. Í seríu 2 er flóttinn mikli og fjallar serían öll um flóttann. Brad Bellick (Wade Williams) er rekinn frá Fox River fangelsinu þar sem hann vann sem fangavörður í fyrstu seríunni og tekur því sjálfur upp á því að elta þá til að fá peninginn sem var grafinn fyrir löngu síðan og hann vissi að flóttamennirnir vissu um. T-Bag reyndi að flýja með peningana og er öll restin af seríunni um bræðurna í að elta hann. Peninginn þurftu bræðurnir til að flýja og líka finnst Scofield hann ábyrgur á því að hafa látið morðingjann lausan. Allríkisfulltrúinn Alexander Mahone (William Fichtner) er útnefndur til að finna og ná átta flóttamönnunum, en hann er líka að vinna fyrir „The Company“ sem vill alla átta mennina, sérstaklega Lincoln, dauða. Sumir flóttamannana eru drepnir eða eru náðir aftur í fangelsið. En bræðurnir komast til Panama. En í fluginu þangað er pabbi Söru, Frank Tancredi, myrtur því að hann komst að sannleika Lincolns. En í enda seríunnar enda Michael, T-Bag og Mahone í fangelsinu Penitenciaría Federal Sona. Þar finna þeir Brad Bellick sem var handtekinn áður í seríunni.

Þriðja þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Þriðja þáttaröð inniheldur 13 þætti og fjallar um Michael og teymi hans í Sona og Lincoln utan við Panama. Burrows er fljótlega kominn í samband við „The Company“ sem hefur rænt syni hans, L.J. (Marshall Allman) og Söru Tancredi (Sarah Wayne Callies), konunni sem Michael elskar. Honum er sagt að þeir vilji að Scofield frelsi James Wistler (Chris Vance) út úr Sona. Serían fjallar semsagt um Michael og Whistler að reyna að finna áætlun til að koma honum úr fangelsinu, á meðan Lincoln talar við tengilið „The Company“ sem heldur Söru og L.J. í vörslu. Ef Michael kemur ekki Whistler úr Sona verða L.J. og Sara tekin af lífi. Í lok seríunnar reynir liðið að komast úr Sona ásamt Mahone, T-Bag og Bellick. Sucre hjálpar þeim, en einn varðanna kemst að því og honum er hent inn í Sona. Fyrr í seríunni hefur verið sent höfuð Söru Tancredi til Lincolns til viðvörunar um son hans. Í lokin er L.J. skipt fyrir Whistler og Michael íhugar hefnd á Gretchen fyrir dauða Söru.

Fjórða þáttaröð[breyta | breyta frumkóða]

Fjórða þáttaröð inniheldur 22 þætti og byrjar með því að Michael ætlar að hefna sín fyrir dauða Söru þangað til að hann kemst að því að Gretchen myrti ekki Söru eins og hann hélt. Michael kemst líka að sannleikanum um James Whistler, að hann hafði leynilega unnið með Mahone til að taka niður „The Company“. Fljótlega kemst „The Company“ að því og er Whistler tekinn af lífi. Sona var brennt niður og náðu Sucre, T-Bag og Bellick að flýja. Þegar að Michael er í Chicago að leit að Söru er hann handtekinn og er sendur til Don Self, einkaaðila fyrir „ Homland Security“ til að hjálpa honum að taka niður „The Company“ í skiptum fyrir frelsi hans. Lincoln var svo handtekinn í Panama var líka fluttur til Selfs, ásamt Mahone, Sucre og Bellick og er sama sagt við þá, í skiptum fyrir frelsi þeirra eiga þeir að taka niður „The Company“. Þeir sem fóru líka í teymið voru Sara, sem flúði frá Gretchen og Roland, tölvuþrjótur sem ætlar að hjálpa þeim í skiptum fyrir frelsi sitt. Þau hugsa plan til að ná í „Scylla“ sem er litla svarta bók „The Company“. Og fjallar serían um þá að ná í Scylla til að taka niður „The Company“.