Fara í innihald

Moldavía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir Moldavíu.

Moldavía (rúmenska: Republica Moldova eða Moldova) er sögulegt hérað í Suðaustur-Evrópu sem nær frá Karpatafjöllum (landamærum Transylvaníu) að ánni Dnjestr við landamæri Moldóvu og Úkraínu. Helmingur héraðsins er nú hluti Rúmeníu og helmingur sjálfstæða ríkið Moldóva. Lítill hluti þess í norðvestri er hluti af Úkraínu.

Héraðið var sjálfstætt furstadæmi frá 14. öld til 1859 en gerðist skattland Tyrkjaveldis á 16. öld. 1812 innlimaði Rússaveldi austurhluta furstadæmisins með Búkarestsamningnum sem batt endi á Rússnesk-tyrkneska stríðið (1806-1812). Þessi hluti var kallaður Bessarabía um tíma en er nú að stærstum hluta sjálfstæða ríkið Moldóva. Norðausturhluti héraðsins var síðan innlimaður í ríki Habsborgara og er nú að hluta í Úkraínu, en vesturhlutinn var áfram sjálfstætt furstadæmi sem myndaði Rúmeníu árið 1869 ásamt Vallakíu.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.