Margrét Müller
Margrét Müller | |
---|---|
Fæðing | 14. október 1933 |
Andlát | 1. september 2008 (74 ára) Reykjavík, Ísland |
Störf | Kennari |
Ár | 1962-2003 |
Margrét Müller (14. október 1933 – 1. september 2008) var kennari við Landakotsskóla frá 1962 til 2003.
Margrét var fædd í Essen, Þýskalandi, hún lauk verslunarnámi í Essen og kom til Íslands um 1954, 21 árs gömul, ásamt fleiri ungmennum. Hún starfaði í byrjun á Landakotsspítala, sem þá var rekinn af St. Jósefssystrum, og vann síðan alla tíð fyrir kaþólsku kirkjuna á Íslandi, einkum við Landakotsskóla og sumardvalaheimili kirkjunnar í Riftúni í Ölfusi. Margrét sá um handavinnukennslu og var lengi umsjónarkennari 8 ára bekkjar. Hún fékk réttindi árið 1962 til að kenna handavinnu eftir að hún gekkst undir bóklegt próf. Margrét hætti kennslu árið 2003 og stytti sér aldur 5 árum síðar með því að kasta sér út úr turni skólans.[1]
Árið 2011 komu upp á yfirborðið frásagnir um níðingsskap Margrétar og séra Ágúst George í garð barna í Landakotsskóla og í sumarbúðum kaþólsku kirkjunnar í Rifstúni.[2] Kaþólska kirkjan skipaði rannsóknarnefnd sem gaf út 2. nóvember 2012 skýrslu þar sem ásakanir um viðurstyggilegt athæfi þeirra í garð barna komu fram. Jafnframt var upplýst að yfirmönnum kaþólsku kirkjunnar (þar á meðal Alfred Jolson biskupi), nunnum í Landakoti og kaþólskum prestum hefði oft verið sagt frá hátterni Margrétar og séra Georges, en enginn gert neitt í málinu.[3]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Kristinn H. Guðnason (25. ágúst 2018). „Syndir kirkjunnar: Séra Georg og Margrét misnotuðu börn í áratugi“. Dagblaðið Vísir. Sótt 5. nóvember 2024.
- ↑ Kristjana Björg Guðbrandsdóttir (13. apríl 2019). „Þetta er ekki bara reykvísk saga“. Vísir.is. Sótt 5. nóvember 2024.
- ↑ Hjördís Hákonardóttir; Hrefna Friðriksdóttir; Jón Friðrik Sigurðsson (2. nóvember 2012). „Skýrsla um viðbrögð og starfshætti kaþólsku kirkjunnar á Íslandi vegna ásakana um kynferðisbrot eða önnur ofbeldisbrot vígðra þjóna og annarra starfsmanna kirkjunnar“ (PDF). Rannsóknarnefnd Kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Sótt 5. nóvember 2024.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Minning - Margrét Müller (Morgunblaðið, 11. september 2008)