1770
Útlit
(Endurbeint frá MDCCLXX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1770 (MDCCLXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 15. maí: Íslandi var skipt niður í tvö ömt: Suður- og Vesturamt og Norður- og Austuramt.
- Lauritz Andreas Thodal varð stiftamtmaður landsins.
- Landsnefndin fyrri tekur til starfa og rannsakar þjóðarhag Íslendinga. Landsnefndin lagði ráð á hvernig hagur landsmanna yrði bættur. Voru tveir af nefndarmönnunum danskir, en hinn þriðji Íslendingurinn Þorkell Jónsson Fjeldsted. Nefndin skilaði skýrslu árið 1771.
Fædd
- 17. nóvember - Marta María Stephensen, höfundur fyrstu íslensku matreiðslubókarinnar
Dáin
- 7. júlí - Högni Sigurðsson, prestur
Opinberar aftökur
- Jón Halldórsson tekinn af lífi í Snæfellssýslu fyrir manndráp.[1]
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 22. febrúar - Breskur embættismaður drap 11 ára dreng í Boston. Atvikið leiddi til mótmæla og um 2 vikum síðar skutu Bretar 11 manns og 5 til bana. Þetta kyndi undir ónægju í nýlendum breta í Norður-Ameríku og bandaríska frelsisstríðið hófst 5 árum síðar.
- 26. mars - James Cook lauk hringferð um Nýja-Sjáland.
- 16. maí - María Antonetta, drottning Frakklands giftist Loðvík Ágústi. Yfir 100 létust í fagnaðarlátum.
- 9. júní - Spánverjar sendu 1.600 manna herlið til Falklandseyja. Breskir hermenn sem vru fáir gáfust upp.
- 26. október - Helgidagaumbæturnar 1770: Helgidögum var fækkað í dansk-norska ríkinu.
- Stríð Rússlands og Ottómanveldisins hélt áfram.
Fædd
- 7. apríl - William Wordsworth, breskt skáld
- 11. apríl - George Canning, breskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra.
- 7. júní - Robert Jenkinson, jarl af Liverpool, forsætisráðherra Bretlands.
- 3. ágúst - Friðrik Vilhjálmur 3. Prússakonungur
- 27. ágúst - Georg Wilhelm Friedrich Hegel, þýskur heimspekingur (d. 1831).
- 19. nóvember - Bertel Thorvaldsen, myndhöggvari (d. 1844).
- 17. desember - Ludwig van Beethoven, tónskáld (d. 1827).
Dáin
- 13. nóvember - George Grenville, forsætisráðherra Bretlands.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Annálar IV, bls. 523 (Höskuldsstaðaannáll); V, bls. 69 (Íslands árbók); VI, bls. 165 (Úr Djáknaannálum).