1357
Útlit
(Endurbeint frá MCCCLVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1357 (MCCCLVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- Kötlugos. Af því hlaust mikið tjón og meðal annars kom hlaup niður á Sólheima- og Skógasand.
- Fjórir hirðstjórar, Árni Þórðarson, Jón Guttormsson skráveifa, Smiður Andrésson og Andrés Gíslason, skiptu Íslandi á milli sín til næstu þriggja ára. Þeir komu þó ekki til landsins fyrr en 1358 því þeir hröktust til Hjaltlands á heimleið og höfðu þar vetursetu.
- Eysteinn Ásgrímsson munkur kom heim frá Noregi í erindum erkibiskupsins í Niðarósi.
- Björn nokkur játaði á sig samræði með tveimur kúm; hann var kviksettur, en kúnum stökkt fyrir sjávarhamra.
- Arngrímur Brandsson settur aftur í embætti sem ábóti í Þingeyraklaustri.
Fædd
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 28. apríl - Friður komst á milli feðganna Magnúsar Eiríkssonar og Eiríks Magnússonar þannig að Eiríkur fékk Skán, Finnland, Austur-Gautland og hluta Smálanda.
- 28. maí - Pétur 1. varð konungur Portúgals.
- 9. júlí - Hornsteinn lagður að Karlsbrúnni í Prag.
- 22. nóvember - Nóvemberuppgjörið þar sem Eiríkur Magnússon fékk enn stærri hluta Svíþjóðar frá föður sínum.
- Tórínó-líkklæðið sýnt almenningi í fyrsta sinn og er það elsta örugga heimildin um tilvist þess.
Fædd
Dáin