Fara í innihald

Múltuber

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Múltuber
Úr „Bilder ur Nordens Flora“ (1917-1926)
Úr „Bilder ur Nordens Flora“ (1917-1926)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Ættkvísl: Rubus
Tegund:
Múltuber

Tvínefni
Rubus chamaemorus
L.

Múltuber (moltuber) (fræðiheiti: Rubus chamaemorus) er villt berjategund. Múltuberjajurtin er lágvaxin jurt og vex oftast í rökum jarðvegi. Múltuber er fjölær og ber fimmdeild hvít blóm. Blómgum byrjar í lok maí og stendur fram í júní og standa blómin í 2-3 vikur. Plönturnar eru einkynja, annað hvort karlblóm sem eingöngu hafa fræfla eða kvenblóm sem eingöngu hafa frævur. Stönglar og blöð þroskast og vaxa allt sumarið og á haustin myndast brum neðanjarðar á jarðvegsrenglum. Brumin geta myndað nýja plöntu. Jarðvegsrenglur vaxa aðallega seinni hluta sumars þegar plantan hefur þroskast og myndað blóm og ber. Rætur múltubers ná niður á 1-2 m dýpi. Múltuberjaplanta fjölgar sér bæði með fræi og jarðvegsrenglum. Fuglar éta berin og þannig dreifast fræin. Til að ber og fræ myndist þurfa múltuber skordýra- eða vindfrjóvgun og á norðlægum slóðum eru þar humlur áhrifaríkastar. Þroskun berja getur tekið 25-65 daga en mörg lítil steinaldin mynda berin. Berin eru fyrst dökkrauð en verða ljósappelsínugul. Múltuber vaxa villt á norðurhveli jarðar frá 50 til 70 breiddargráðu. Múltuber hafa ekki vaxið villt á Íslandi. Múltuber vaxa einkum í mýrajarðvegi með lágt sýrustig en geta líka vaxið í grunnum jarðvegi þar sem úrkoma er mikil. Nauðsynlegt er að jarðvegur sé nægilega rakur, súr og næringarríkur.

Múltuber eru C-vítamínauðug og innihalda mikið af andoxunarefnum. Þau voru áður mikilvæg fæða fyrir fólk á Norðurslóðum. Berin voru notuð við skyrbjúg og fleiri kvillum. Geymsluþol berjanna er gott og eru þau mikið notuð í sultur, safa og eftirrétti.

Myndir af múltuberjum

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.