Fara í innihald

Hunangsflugur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Humla)
Hunangsflugur
Karlkyns jarðhumla að næla sér í blómsykur
Karlkyns jarðhumla að næla sér í blómsykur
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Ætt: Hunangsfluguætt eða býflugnaætt (Apidae)
Undirætt: Hunangsflugnaundirætt (Apinae)
Ættflokkur: Bombini
Ættkvísl: Hunangsflugur (Bombus)
Latreille, 1802

Hunangsfluga einnig nefndar humlur (fræðiheiti: Bombus) er vængjað og flugfært félagsskordýr af samnefndri ættkvísl af hunangsfluguætt (einnig kölluð býflugnaætt). Tegundirnar eru um 250 talsins. Hunangsflugur, líkt og býflugur sem þær eru skyldar í gegnum hunangsfluguætt, nærast á blómasafa og safna frjódufti til að fæða afkvæmi sín.

Hunangsflugur á Íslandi

[breyta | breyta frumkóða]

Á Íslandi eru þrjár tegundir hunangsflugna; móhumla (Bombus jonellus) sem hefur líklega verið á Íslandi frá lokum síðustu ísaldar, garðhumla (Bombus hortorum) sem nam land um 1960 og húshumla (Bombus lucorum) sem nam land árið 1979. Jarðhumla (Bombus terrestris) hefur líka haft einhverja viðkomu á landinu.[1] Að auki hafa rauðhumlur (Bombus hypnorum) nýlega sést á Íslandi og er talið líklegt að þær festi rætur þar.[2] Það er algengur misskilningur að hunangsflugan deyi eftir að hafa stungið en svo er ekki,[3] hún er yfirleytt friðsæl og stingur ekki nema að henni sé ógnað en hún getur stungið oftar en einu sinni.

  1. „Innlendar belgjurtir – fræræktarmöguleikar“ (PDF).
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. janúar 2021. Sótt 31. maí 2010.
  3. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. júlí 2010. Sótt 1. júní 2010.