Mölflugumaðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mölflugumaðurinn er nafn sem var gefið óþekktu fyrirbæri sem fjölmargir einstaklingar töldu sig sjá í Point Pleasant í Vestur-Virginíu í Bandaríkjunum. Yfirvöldum þar barst fjöldi tilkynninga frá fólki sem taldi sig sjá fljúgandi veru í mannslíki. Flestar tilkynningar bárust frá landamærum Ohio á árstímabili, milli nóvember 1966 og nóvember 1967.

Mölflugumanninum hefur verið lýst sem skepnu sem minnir á hávaxin karlmann með glóandi rauð augu og vængi Mölflugu. Honum hefur einnig verið lýst sem höfuðlausum og augun sjáist við brjóstsvæðið. Fólk sem séð hefur Mölflugumanninn lýsir honum sem nær 2 metra háum, með langa og stóra vængi og risaxin glóandi augu. Hann gaf frá sér furðulegt og hávært væl sem heyrðist í nær kílómeters fjarlægð.

Atburðirnir[breyta | breyta frumkóða]

Mölflugumaðurinn — nafn sem fjölmiðlar gáfu verunni eftir samnefndri persónu úr hinum vinsælu sjónvarpsþáttum um leðurblökumanninn á þeim tíma — sást fyrst þann 12. nóvember árið 1966. Fimm grafarar unnu við að grafa gröf í kirkjugarði nálægt Clendenin í Vestur-Virginíu lýstu fyrir lögreglu að þeir hefðu séð „brúnleita veru, líka manni með vængi“ takast snögglega á loft frá nálægum trjám þar sem þeir unnu og fljúga yfir þá.

Seinna um kvöld þann 15. nóvember var ungt vinafólk frá Point Pleasant, þau Roger og Linda Scarberry og Steve og Mary Mallette í bílferð á bíl þeirra Scarberry hjóna, þau keyrðu nálægt gamalli dínamítverksmiðju frá tíð seinni heimstyrjaldarinnar, sem staðsett er um 6 km utan við Point Pleasant á um 10 km² landareign McClintic Wildlife Station, þegar þau sjá tvö rauð ljós lýsa úr myrkrinu frá gömlum rafal við hlið verksmiðjunar. Þau stöðva bílin og snöggbregður þegar þau gera sér grein fyrir að ljósin eru glóandi rauð augu á því sem Roger Scarberry lýsti sem „stórvaxinni skepnu sem líktist manni en stærri, kannski tveir metrar á hæð, með stærðarinnar vængi sem féllu niður eftir bakinu“. Skelfingu lostin flúðu þau á bílnum í átt að þjóðvegi 62. Þau keyrðu á ofsahraða niður afleggjaran að þjóðveginum og sáu þar veruna aftur þar sem hún stóð á vegriði nærri veginum, breyddi úr vængjunum, tókst á loft og elti bíl þeirra allt að borgarmörkunum. Skelkaðir fjórmenningarnir leituðu sér aðstoðar ráðhúsinu í Mason sýslu og sögðu varðstjóra að nafni Millard Halstead sögu sína, Halstead sagði seinna „Ég hef þekkt þessa krakka allt þeirra líf. Það hefur aldrei verið neinn vandræðagangur á þeim áður og þau voru virkilega hrædd þetta kvöld. Ég tók því sögu þeirra alvarlega.“ Hann fylgdi svo Roger Scarberry aftur að verksmiðjunni en sá ekkert varhugavert.

Næsta kvöld, þann 16. nóvember, þrömmuðu fjölmargir bæjarbúar útbúnir vopnum að verksmiðjunni í leit að fyrirbærinu sem hrellt hafði pörin kvöldið áður, á sama tíma voru hjónin Wamsley og Marcella Bennett með kornunga dóttur sína Teenu í bíl á leiðinni að heimsækja vinafólk sitt nærri því sem kallað var „inúítahúsin“, yfirgefin steypubyrgi sem minntu á snjóhús og voru reist nærri verksmiðjunni til að geyma sprengiefni á sínum tíma. Aðeins börn vinafólksins reyndust hinsvegar vera heima svo lítið varð úr heimsókninni, en þegar þau ætluðu til baka að bílnum sjá þau einhverskonar ásýnd birtast aftan við hann. Frú Bennett sagði að það virtist sem fyrirbærið hefði legið í jörðinni og risið svo hægt upp, stórt og gráleitt með glóandi rauð augu. Þau hlupu til baka að húsinu og á meðan hr. Whamsley hljóp í símann til að hringja á lögregluna gekk veran upp að verönd hússins og kíkti inn um gluggana.

24. nóvember, bárust tilkynningar frá fjórir einstaklingum, fókið sagðist allt hafa hafa veruna fljúga í loftinu yfir svæði dínamít verskmiðjunar. Morgunin 25. nóvember barst tilkynning aftur, í þetta skiptið frá manni að nafni Thomas Ury, hann hafði verið að keyra eftir þjóðvegi 62 norður af verksmiðjunni, samkvæmt lýsingum hans stóð veran á túni við þjóðveginn, þar sem hún skyndilega breyddi úr vængjunum og tókst á loft og elti bíl hans á ofsahraða, þar sem hann reyndi að flýja og flýtti sér til Point Pleasant til lögreglunar.

26. nóvember barst tilkynning frá Ruth Foster um að Mölflugumaðurinn hefði staðið í garðinum sínum í Charleston, úthverfi í Vestur-Virginíu nærri St.Albans, en hann var farin þegar mágur hennar fór út í garð til að athuga. Morgunin 27. nóvember barst tilkynning um að vera hefði unga konu nærri Mason-sýslu, í Vestur-Virginíu. Veran sást aftur í St. Albans þetta sama kvöld.

Mölflugumaðurinnsást aftur 11. janúar árið 1967, og svo aftur nokkru sinnum það sama ár. Smám saman dró úr tilkynningum og engin hefur borist yfirvöldum síða í nóvember 1967.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]