Batman
Batman eða Leðurblökumaðurinn er teiknimyndasöguhetja sem Bob Kane og Bill Finger sköpuðu og byrtist í teiknimyndasögum sem eru gefnar út af DC Comics. Samnefnd teiknimyndasaga kom fyrst út í maí árið 1939. En hafa síðan komið út margar teiknimyndasögur og kvikmyndir út sem fjalla um Leðurblökumanninn og ævintýri hans. Og hefur hann notið vinsældar hér á landi. Hefur einnig búðin Nexus tekið upp að þýða Batman teiknimyndasögurnar yfir á íslensku.[1]
Uppruni[breyta | breyta frumkóða]
Batman er grímupersóna Bruce Wayne og er verndari Gotham-borgar. Hjá honum býr Alfred Pennyworth, einkaþjónn hans. Aðstoðarmaður hans er Robin. Auk þeirra er James Gordon, lögreglustjóri Gotham-borgar, góður vinur Batmans.
Bruce missti foreldra sína þegar hann var mjög ungur. Þjófur myrti þau eftir að að þau voru nýkomin úr leikhúsi. Þjófurinn falaðist eftir peningum þeirra en Wayne eldri neitaði og varð Bruce vitni að morðinu á foreldrum sínum. Saga hans breytist þar á eftir oft milli höfunda þar sem fjöldi sagna og sögutímalína komið út sem fjalla um hetjuna.
Íslenska nafnið[breyta | breyta frumkóða]
Íslenska nafnið á Leðurblökumanninum hefur orðið víga frægt og fjallað hefur um nafnið í erlendu gríni. Hefur hann komið til að vera ræddur um í fjölmiðlum frá Svíþjóð, til Póllands, Rússlands og í Bandaríkjunum.
Óvinir[breyta | breyta frumkóða]
Helstu óvinir Leðurblökumannsins eru Jókerinn, Mörgæsin, Mr. Freeze, The Riddler, Scarecrow og Killer Moth.
Í gegnum árin hefur helsti óvinur Leðurblökumannsins orðið Jókerinn og fjalla helstu myndirnar oftast um þennan bardaga milli hans og Jókerins. Til dæmis í Rökkurriddaranum (Ensku: Dark Knight) þar sem Jókerinn hefur byrjað að skapa ringulreið í Gothamborg, þar er Jókerinn oft að pynta honum eða öðrum. Þeirra sambandi mætti líkja við yin og yang úr kínverskri heimspeki, þar sem Jókerinn reynir að eyða og Leðurblökumaðurinn að vernd.
Hæfileikar og græjur[breyta | breyta frumkóða]
Batman hefur ekki ofurkrafta en notar þekkingu sína á bardagaíþróttum, styrk, vit, og græjur til að berjast við glæpamenn. Hann er mjög ríkur og notar féið sitt til að kaupa hvað sem þarf til að berjast gegn glæpamönnum eða ofurillmennum.
Batman er ótrúlega klár. Hann þykir mikilvægasti glæparannsóknarmaður heims og notar viskuna sína til þess að leysa vandamál og leyndardóma.
Eina mikilvægasta græjan hans er Leðurblökubíllinn (The Batmobile). Leðurblökubílinn, eins og búningurinn, fer eftir sögu en er almennt svartur, hraðskreiður, og með þungan herklæðnað sem ver gegn hnjaski.
Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]
Leðurblökumaðurinn hefur komið sér fyrir á hvíta tjaldinu í gegnum árinn, kom fyrsta kvikmyndin út árið 1943 sem hét einfaldlega Batman en hafa síðan komið út þónokkrar myndir, als 19.
Kvikmyndaheiti | Útgáfuár | Leikstjóri | Sá sem leikur Batman |
---|---|---|---|
Batman | 16. júlí, 1943 | Lambart Hillyer | Lewis Wilson |
Batman and Robin | 26. júní, 1949 | Spencer Gordon Bennet | Robert Lowery |
Batman: The Movie | 30. júlí, 1966 | Leslie Herbert Martinson | Adam West |
Batman | 23. júní, 1989 | Tim Burton | Michael Keaton |
Batman Returns | 19. júní, 1992 | ||
Batman: Mask of the Phantasm | 25. desember, 1993 | Eric Radomski og Bruce Timm | Kevin Conroy |
Batman Forever | 16. júní, 1995 | Joel Schumacher | Val Kilmer |
Batman & Robin | 20. júní, 1997 | George Clooney | |
Batman Begins | 25. júní, 2005 | Christopher Nolan | Christian Bale |
Rökkurriddarinn[2] | 18. júlí, 2008 | ||
The Dark Knight Rises | 20. júlí, 2012 | ||
Batman v Superman: Dawn of Justice | 25. mars, 2016 | Zack Snyder | Ben Affleck |
Suicide Squad | 5. ágúst, 2016 | David Ayer | |
The Lego Batman Movie | 10. febrúar, 2017 | Chris McKay | Will Arnett |
Justice League | 17. nóvember, 2017 | Joss Whedon | Ben Affleck |
Zack Snyder's Justice League | 18. mars, 2021 | Zack Snyder | |
Batgirl | 2022 (óútkomið) | Adil El Arbi og Bilall Fallah | Michael Keaton |
The Batman | 4. mars, 2022 (óútkomið) | Matt Reeves | Robert Pattinson |
The Flash | 23. júní, 2023 (óútkomið) | Andy Muschietti | Michael Keaton og Ben Affleck |
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Batman; grein í Morgunblaðinu 1989
- Batman enn og aftur; grein í Morgunblaðinu 1995
- Leðurblökumaðurinn snýr aftur; grein í Fréttablaðinu 2005
- Batman sem Leðurblökumaðurinn 2016
- Leðurblökumaðurinn með endurkomu á hvíta tjaldið
- Rökkurriddarinn
- Leðurblökumaðurinn eflir lestur ungmenna
- ↑ „Leðurblökumaðurinn eflir lestur ungmenna“. DV . 14. nóvember 2018. Sótt 26. mars 2022.
- ↑ Nolan, Christopher (18. júlí 2008), The Dark Knight, Warner Bros., Legendary Entertainment, Syncopy, sótt 26. mars 2022