Nítróglusserín

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Nítróglusserín

Nítróglusserín eða nítróglyserín (efnaformúla: (C3H5(ONO2)3) er mjög sprengifimur vökvi, myndaður úr saltpéturssýru, brennisteinssýru og glusseríni. Nítróglusserín er geysiöflugt sprengiefni sem springur við smáhögg og hefur stundum valdið miklum slysum. Nítróglusserín er notað til iðnaðar, m.a. til að framleiða dínamít. Þegar dínamít er gamalt lekur nítróglusserínið oft úr sprengihólkunum og verður sérlega hættulegt. [1] Nítróglusserín er einnig notað í sprengitöflur sem sumir hjartasjúklingar taka. [2]

Árið 1847 fann ítalski efnafræðingurinn Ascanio Sobrero upp nítróglusserín þegar hann hellti hálfu máli af glusseríni í dropatali út í eitt mál af saltpéturssýru og tvö mál af brennisteinssýru.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Fundu 7 kg af dínamíti á gömlu skemmulofti“. bb.is (3. júní 2005), skoðað þann 5. desember 2008.
  2. Morgunblaðið 1998
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.