Kristín Eysteinsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kristín Eysteinsdóttir (f. 2. febrúar 1974) er íslenskur leikstjóri og fyrrverandi leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Kristín lauk BA-prófi í dramatúrgíu frá Árósarháskóla í Danmörku árið 2002 og meistaragráðu í leikstjórn frá Goldsmiths, University of London árið 2007. [1]

Kristín hefur leikstýrt fjölda verka, m.a. í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Hafnarfjarðarleikhúsinu og Nemendaleikhúsinu. Hún var fastráðin leikstjóri við Borgarleikhúsið frá 2008-2014 en var ráðin leikhússtjóri Borgarleikhússins árið 2014.[2] Kristín hlaut Grímuna, sviðslistaverðlan Leiklistarsambands Íslands sem leikstjóri ársins árið 2008 fyrir leikstjórn sína á sýningunni Sá ljóti í Þjóðleikhúsinu.[3]

Áður en Kristín snéri sér að leiklistinni starfaði hún á vettvangi tónlistar, m.a. sem söngkona, trúbador og laga- og textasmiður. Árið 1995 gaf hún út eigin breiðskífu, Litir þar sem hún flutti eigin lög og texta[4] og frá 1996-2000 var hún söngkona kvennahljómsveitarinnar Ótukt.[5]

Eiginkona Kristínar er Katrín Oddsdóttir lögfræðingur og eiga þær tvö börn.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ruv.is, „Kristín ráðin borgarleikhússtjóri“, (skoðað 23. júní 2019)
  2. Visir.is, „Nýr borgarleikhússtjóri er Kristín Eysteinsdóttir“ (skoðað 23. júní 2019)
  3. Griman.is, „Handhafar Grímuverðlaunanna árið 2008“, (skoðað 23. júní 2019)
  4. Árni Matthíasson, „Fjölskrúðugir litir“, Morgunblaðið, 7. nóvember 1995 (skoðað 23. júní 2019)
  5. Glatkistan.com, „Ótukt 1996-2000“ (skoðað 23. júní 2019)