Fara í innihald

Lappjaðrakan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Limosa lapponica)
Lappajaðrakan


Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Snípuætt (Scolopacidae)
Ættkvísl: Jaðrakanar (Limosa)
Tegund:
L. lapponica

Tvínefni
Limosa lapponica
(Linnaeus, 1758)

Lappajaðrakan eða lappjaðrakan (fræðiheiti Limosa lapponica) er stór vaðfugl af snípuætt sem verpir á ströndum heimskautasvæða og túndrum en hefur vetursetu á suðlægri slóðum. Lengsta samfellda flug farfugls sem skráð hefur verið er flug lappajaðrakans frá Alaska til Nýja-Sjálands en það flug var 11680 km. Lappajaðrakan þekkist frá jaðrakan af því að stélið er rákað en ekki eingöngu svart og hann hefur ekki hvíta rák á vængjum.

Lappajaðrakan er farfugl í Ástralíu en verpir þar ekki. Hann verpir í Skandínavíu, Norður-Asíu og Alaska. Hreiðrið er grunn dæld sem stundum er fóðrað með gróðri. Karl- og kvenfugl skiptast á að sitja á eggjum og hugsa um unga.

Flugleiðir lappajaðrakana sem fylgst var með úr gervitungli norður frá Nýja-Sjálandi
Limosa lapponica

Lappajaðrakan flýgur í hópum til strandsvæða í Vestur-Evrópu, Afríku, Suður-Asíu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Árið 2007 var fylgst með flugi lappajaðrakana frá Nýja-Sjálandi til Gulahafsins í Kína en milli þessara staða eru 9575 km. Einn fuglinn flaug 11026 km í einni lotu og tók flugið níu daga. Að minnsta kosti þrír aðrir lappajaðrakanar fóru þetta flug líka í einni lotu. Einn kvenfugl flaug frá Kína til Alaska og var þar yfir varptímann og þann 29. ágúst 2007 lagði fuglinn af stað frá Avinof-skaganum í vesturhluta Alaska til Piako-árinnar í Nýja Sjálandi og setti þar með flugmet 11680 km í einu flugi.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. BirdLife International 2017. Limosa lapponica (amended version of 2016 assessment). The IUCN Red List of Threatened Species 2017: e.T22693158A111221714. Sótt 6. febrúar 2019.
  2. Gill RE, Tibbitts TL, Douglas DC, Handel CM, Mulcahy DM, Gottschalck JC, Warnock N, McCaffery BJ, Battley PF, Piersma T. (2009) Extreme endurance flights by landbirds crossing the Pacific Ocean: ecological corridor rather than barrier? Proc Biol Sci.276(1656):447-57. PDF
  • „Hvað eru margir jaðrakanar og lappjaðrakanar til í heiminum?“. Vísindavefurinn.