Lappjaðrakan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lappjaðrakan
Bar-Tailed Godwit on Tundra.jpg
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Snípuætt (Scolopacidae)
Ættkvísl: Jaðrakanar (Limosa)
Tegund: L. lapponica
Tvínefni
Limosa lapponica
(Linnaeus, 1758)

Lappjaðrakan (fræðiheiti Limosa lapponica) er stór vaðfugl af snípuætt sem verpir á ströndum heimskautasvæða og túndrum en hefur vetursetu á suðlægri slóðum. Lengsta samfellda flug farfugls sem skráð hefur verið er flug lappjaðrakans frá Alaska til Nýja-Sjálands en það flug var 11680 km. Lappjaðrakan þekkist frá jaðrakan af því að stélið er rákað en ekki eingöngu svart og hann hefur ekki hvíta rák á vængjum.

Lappjaðrakan er farfugl í Ástralíu en verpir þar ekki. Hann verpir í Skandínavíu, Norður-Asíu og Alaska. Hreiðrið er grunn dæld sem stundum er fóðrað með gróðri. Karl- og kvenfugl skiptast á að sitja á eggjum og hugsa um unga.

Flugleiðir lappjaðrakana sem fylgst var með úr gervitungli norður frá Nýja-Sjálandi
Limosa lapponica

Lappjaðrakan flýgur í hópum til strandsvæða í Vestur-Evrópu, Afríku, Suður-Asíu, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Árið 2007 var fylgst með flugi lappjaðrakana frá Nýja-Sjálandi til Gulahafsins í Kína en milli þessara staða eru 9575 km. Einn fuglinn flaug 11026 km í einni lotu og tók flugið níu daga. Að minnsta kosti þrír aðrir lappjaðrakanar fóru þetta flug líka í einni lotu. Einn kvenfugl flaug frá Kína til Alaska og var þar yfir varptímann og þann 29. ágúst 2007 lagði fuglinn af stað frá Avinof skaganum í vesturhluta Alaska til Piako árínnar í Nýja Sjálandi og setti þar með flugmet 11680 km í einu flugi.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Gill RE, Tibbitts TL, Douglas DC, Handel CM, Mulcahy DM, Gottschalck JC, Warnock N, McCaffery BJ, Battley PF, Piersma T. (2009) Extreme endurance flights by landbirds crossing the Pacific Ocean: ecological corridor rather than barrier? Proc Biol Sci.276(1656):447-57. PDF

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist