Fara í innihald

Leifur Sigfinnur Garðarsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Leifur Sigfinnur Garðarsson, fæddur 23. febrúar 1968, er íslenskur fyrrum íþróttamaður, þjálfari og körfuknattleiksdómari.

Körfuknattleikur

[breyta | breyta frumkóða]

Leifur lék u.þ.b. 100 leiki með meistaraflokki Hauka í körfuknattleik og varð bikarmeistari með liðinu 1985 og 1986. Hann var auk þess fyrirliði drengjalandsliðsins í körfuknattleik á keppnisferðalagi um Svíþjóð árið 1984.

Dómaraferill

[breyta | breyta frumkóða]

Hann lauk dómaraprófi árið 1987 og dæmdi sinn fyrsta leik 6. nóvember sama ár. Árið 1993 tók hann alþjóðlegt dómarapróf á Ítalíu[1] og var alþjóðlegur dómari fram til 2018.[2] Leifur dæmdi u.þ.b. 100 leiki á alþjóðlegum vettvangi, 389 leiki í úrvalsdeild og hátt á níunda hundraðið samtals. Hann lagði flautuna á hilluna fyrir haustið 2004 en tók hana svo fram aftur haustið 2013.[3] Hann var tekinn af dómaraskrá Körfuknattleikssambandsins eftir að hafa orðið uppvís á að senda óviðeigand skilaboð til kvenkyns leikmanns árið 2021.[4] Leifur sat í dómaranefnd KKÍ í 14 ár, þar af 11 ár sem formaður.

Knattspyrna

[breyta | breyta frumkóða]

Á ferli sínum sem knattspyrnumaður lék Leifur um 60 leiki með FH og Þór Akureyri í 1. deildinni. Hann lék um 20 leiki með ÍK úr Kópavogi sumarið 1991 og skoraði sex mörk.[5] Hann lék og þjálfaði einnig Sindra á Hornafirði í 4. deild sumarið 1992.

Þjálfaraferill

[breyta | breyta frumkóða]

Leifur starfaði við knattspyrnuþjálfun í hartnær 20 ár hjá FH, KR, Sindra og Þór Akureyri. Hann var aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara FH 2004 og 2005. Haustið 2005 var Leifur ráðinn aðalþjálfari Fylkis í úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Þaðan var hann svo rekinn 28. ágúst 2008. Þann 29. september sama ár var hann ráðinn þjálfari Víkings í Reykjavík sem lék þá í 1. deild. Hann stýrði liðinu svo til sigurs í 1. deild 2010 en var svo sagt upp störfum hjá félaginu 3. mars 2011.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Jónsson, Óskar Ófeigur (5 febrúar 2014). „Leifur orðinn FIBA dómari á ný - Vísir“. visir.is. Sótt 29 janúar 2025.
  2. „Leifur hættur sem alþjóðlegur dómari“. www.mbl.is. Sótt 29 janúar 2025.
  3. Pálsson, Stefán Árni (10 nóvember 2013). „Leifur tekur upp flautuna á ný - Vísir“. visir.is. Sótt 29 janúar 2025.
  4. „„Ofboðslega leiðinlegt mál". www.mbl.is. Sótt 29 janúar 2025.
  5. „Leikmaður - Leifur Sigfinnur Garðarsson“. www.ksi.is. Sótt 29 janúar 2025.
  6. „Fótbolti.net“. fotbolti.net. Sótt 29 janúar 2025.
  Þessi körfuknattleiksgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.