Fara í innihald

Landvinningar Spánverja í Ameríku

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landvinningamaðurinn Vasco Núñez de Balboa eignar sér Kyrrahafið fyrir hönd Spánar.

Landvinningar Spánverja í Ameríku hófust með könnunarferðum Kristófers Kólumbusar undir lok 15. aldar og gerðu hinni kaþólsku krúnu Spánar kleift að eigna sér mikinn hluta af amerísku heimsálfunum. Heimsveldi þeirra í Ameríku náði landfræðilegum hápunkti sínum á 18. öld en þaðan af glataði Spánn smám saman flestum nýlendum sínum í hendur sjálfstæðishreyfinga. Spánn glataði síðan síðustu landsvæðum sínum í Ameríku í stríði gegn Bandaríkjunum árið 1898.

Fyrir um 10.000 árum sem Bering-landbrúin var opin milli Asíu og Ameríku og þannig komust allra fyrstu mennirnir til lands sem engin mannvera hafði stigið fæti á. Um árið 1000 komu svo íslenskir landkönnuður með Leif Eiríksson í fararbroddi, á bátum sínum en settust þó ekki að – heldur héldu áfram niður Norður-Atlantshafið.

Fyrstu hvítu mennirnir, á eftir íslensku landkönnuðunum, komu til Ameríku árið 1492 er ítalski landkönnuðurinn Kristófer Kólumbus, á skipinu Santa María, rakst á hana. Kólumbus nefndi landið Vestur-Indíur, þar sem hann hélt hann væri kominn að austurströnd Indlands.

Spænskir og portúgalskir ævintýramenn komu fljótlega til Ameríku til að kanna það sem eftir var af þessari gríðarstóru heimsálfu. Þeir komu með alls kyns sjúkdóma með sér, á borð við bólusótt sem frumbyggjarnir höfðu alrei kynnst áður og voru ekki með nein mótefni gegn. Með því fór þeim að fækka umtalsvert.

Landvinningar Cortés í Mexíkó

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar Astekaveldið stóð á hátindi gullaldar sinnar, sem varði í 91 ár, vörpuðu skip Spánverjanna akkerum undan ströndinni. Í eitt ár og fjóra mánuði reyndu hvítu mennirnir að leggja undir sig miðstöð ríkisins, án árangurs. Það var ekki fyrr en hatursfullir Indíánar á svæðinu gengu til liðs við spænska herinn sem örlög Astekanna voru innsigluð.

Þessir aðskilnaðarsinnar voru undirokaðir og voru látnir greiða, í auðmýkt, þá skatta sem krafist var um og lögðu til hermenn þegar Astekar fóru fram á það. Oftast voru skattarnir greiddir með kakóbaunum, en þær voru helsti gjaldmiðillinn. Konungnum voru færðar 25 könnur af kakó á degi hverjum sem hann drakk úr gullíláti. En undirokuðu Indíaánþjóðirnar voru rændar verðmætum sínum, sjálfsvirðingu og sjálfstæði og þeim mun lengur sem Astekarnir voru yfir þeim, því meiri reiði og hatur óx gagnvart þeim. Á þeim var traðkað og ungar stúlkur þeirra, helst hreinar meyjar, voru gjarnan notaðar í fórnir fyrir reiða guði Asteka.

Fallegan dag einn í apríl árið 1519 bárust þau tíðindi til Montesúma 2., konungs Asteka, að járnklæddir menn voru fyrir utan strandir Mexíkó á „skipum á stærð við fjöll“. Heimamenn héldu að þetta væri sköpunarguðinn Quetzalcoatl, eða „hin fiðraða slanga“ sem átti, samkvæmt tímatali Asteka, að snúa aftur til jarðarinnar á sama stað pg Spánverjarnir lentu til að endurheimta ríki sitt. Þeir sendu því gull og gersemar til Hernán Cortés til að bjóða hann velkominn, en það sannaði aðeins kenningar hans um að borgin Tenochtitlán væri að svigna undan gulli.

Hann gerði tilraun með sínum 700 mönnum að ráðast til borgarinnar, en var fljótt rekinn burt af Astekunum. Í seinni tilraun sinni var hann betur undirbúinn. Hann nýtti sér innri spennu borgríkisins og bætti 70.000 indíánum í herlið sitt, sigraði borgina og batt þannig enda á á þessa blómstrandi menningu – aðeins einu ári og fjórum mánuðum eftir landgöngu Spánverja. Þeir hirtu öll auðæfi sem þeir komust yfir og neyddu Astekana til að rífa niður píramída sína og reistu kirkjur þess í stað.

Landvinningar Pizarro í Andesfjöllum

[breyta | breyta frumkóða]
Viðureign Inka og Spánverja við Cajamarca árið 1532.

Þegar verslunarmenn komu frá Inkaríkinu með vandaðar gersemar, urðu allir gáttaðir. Sérstaklega spænski fjársjóðsleitarmaðurinn Francisco Pizarro, sem gerði sjálfum sér þá kröfu að finna meira. Hann var sérstaklega næmur á eðalmálma og þóttist vita að þetta væri aðeins forsmekkurinn af því sem finna mátti. Inkar voru þjóð sem ríkti frá 12. öld og fram til 16. aldar. Þeir höfðu keisara og stóð ríkið í Andesfjöllum þar sem Perú er nú.

Í Inkaríkinu geisaði mikil borgarastyrjöld og voru því varnir þeirra mjög veikar. Pizarro fór því með 200 manna herlið í átt að veldi Inkanna, en lenti í útistöðum við aðra ættbálka sem hann þurfti að tala sig út úr. Hann kom á fundi með þjóðhöfðingja þeirra. Höfðinginn lofaði 25fm herbergi með 2,5 metra háum gullstafla ef Spánverjarnir myndu hafa sig á brott frá landi sínu. Spánverjarnir þáðu það, en tóku höfðingjann samt sem áður til fangageymslu.

Það var þá fyrst sem stríð braust út á milli Inka og Spánverja. Atahualpa keisari stjórnaði mönnum sínum sem fylgdu hans sínum í blindni og létu lífið vegna einfaldra skipana um að „gera hvað sem er til að stöðva þá“.

Her hans hafði vaxið með fylgdarliðinu og var nú í kringum 3.000 menn og mættu þeir nú Sapa Inkanum Atahualpa, sem hafði sloppið úr fangelsi, við Cajamarca. Fór svo að her Inka gertapaði og var höfuðborg Inkanna, Cusco sigruð árið 1536. Ástæða þess að Inkunum var rústað af Spánverjunum er líklegast sú að þeir voru ekki vanir að berjast á móti fallbyssum og skotvopnum Spánverja þó aðeins um 130 hafi borið byssur og lásaboga. Þá hafa fallbyssurnar líklegast ekki verið fleiri en 10. Var her Inka lamaður gegn slíku afli og hræddur við háa hvelli byssanna.

Undir stjórn Túpac Amaru hörfuðu Inkar til fjalla og gerðu oft árásir á Spánverja þaðan eða allt fram til 1572 þegar Túpac var hálshöggvinn og keisaraveldið leið endanlega undir lok. Spánverjarnir tóku þá til við að útrýma menningu og siðum Inkanna.

Eftir þessa útreið sem tvö stærstu menningarveldi fornrar Ameríku fengu af blóðþyrstum Evrópubúum fór að koma mynd á þetta.

Til þess að halda friði milli Portúgala og Spánverja var gerður samningur. Hann var kallaður Tordesillas-sáttmálinn og samkvæmt honum var Spánverjum heimilt að stjórna öllum „heiðnum löndum“ í Nýja heiminum. Þeir skiptu þessu þannig að lína var dregin á tveimur stöðum. Annars vegar niður mitt Grænland og að Suðurskautslandinu og hins vegar niður miðja Ástralíu og upp úr. Portúgalar áttu að stjórna nýlendum í Evrópu, Asíu, Afríku og Eyjaálfu en Spánverjar áttu að sjá um Nýja heiminn í Ameríku.