Lúhanskfylki
Útlit
(Endurbeint frá Lúhansk (hérað))
Lúhanskfylki (úkraínska: Луга́нська о́бласть) er austasta hérað Úkraínu og hluti af Donbas-svæðinu. Stærð þess er 26.700 km2. Fljótið Donets rennur um héraðið. Íbúar voru um 2,1 milljón árið 2021. Megnið af 20. öld hét héraðið Voroshylovhradska Oblast þegar það var hluti af Sovétríkjunum.
Árið 2014 stofnuðu rússneskumælandi aðskilnaðarsinnar þar sjálfstætt lýðveldi með stuðningi Rússlands. Frá því 3. júlí 2022 er héraðið undir stjórn Rússlands eftir innrás þeirra í Úkraínu 2022.