Lysytsjansk

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lysytsjansk.

Lysytsjansk (úkraínska: Лисича́нськ) er borg í Sjeverodonetsk-sýslu í Lúhansk oblast í austur-Úkraínu. Íbúar voru um 95.000 árið 2021. Borgin er við Donetsfljót um 115 km frá borginni Lúhansk. Gegnt Lysytsjansk, hinum megin við fljótið, er borgin Sjeverodonetsk.

Eftir að Rússar náðu Sjeverodonetsk í lok júní 2022 var íbúum Lysytsjansk gert að flýja. Rússar náðu borginni á sitt vald 3. júlí.